Vettvangsnám í kennaradeild

20.jpg

Skipulagsblað fyrir vettvangsnám í leik- og grunnskólakennaranámi vorið 2017

Þegar upplýsinga hefur verið aflað eru þær skráðar á rafrænt eyðublað á Moodle svæði þeirra námskeiða sem eru með vettvangsnámi í síðasta lagi 27. janúar 2017.

Eyðublöð vegna vettvangsnáms

Grunnskólakennaranám

Leikskólakennaranám


VerkefnisstjórarÍ kennaradeild eru starfandi tveir verkefnisstjórar vettvangsnáms, einn í  leikskólakennarafræði og annar í grunnskólakennarafræði. Verkefnisstjóri miðlar upplýsingum til tengiliða og umsjónarmanna námskeiða með vettvangsnámi fyrir eða við upphaf hvers misseris til að undirbúa vettvangsnám. Þar fá tengiliðir upplýsingar um hvers er að vænta varðandi t.d. markmið, kröfur og tímasetningar og þeir upplýsa á móti um hagi og möguleika skólans.

Hlutverk verkefnisstjóra er m.a. að:

  • hafa yfirsýn yfir framkvæmd og stöðu vettvangsnáms,
  • finna heimaskóla og halda utan um samningagerð og fjárhagslegt uppgjör við heimaskóla,
  • para saman kennaranema og heimaskóla í samráði við hlutaðeigandi aðila,
  • koma á tengslum milli kennara á hverju misseri og tengiliða eða viðtökukennara heimaskóla,
  • vera í samskiptum við tengiliði í heimaskólum og kennaranema í vettvangsnámi,
  • beita sér fyrir þróun á framkvæmd vettvangsnáms í samstarfi við brautarstjórn, heimaskóla og aðra aðila.

 

Sendið fyrirspurnir á kennaradeild@hi.is eða bryngar@hi.is