Vettvangsnám í kennaradeild

26.jpg

Skipulagsblað fyrir vettvangsnám í leik- og grunnskólakennaranámi vorið 2017

Þegar upplýsinga hefur verið aflað eru þær skráðar á rafrænt eyðublað á Moodle svæði þeirra námskeiða sem eru með vettvangsnámi í síðasta lagi 27. janúar 2017.

Eyðublöð vegna vettvangsnáms

Grunnskólakennaranám

Leikskólakennaranám


TengiliðurHver heimaskóli tilnefnir tengilið sem er í samstarfi við verkefnisstjóra og kennara á Menntavísindasviði. Tengiliður hefur yfirsýn yfir stöðu þess hóps kennaranema sem skólinn sinnir og gerir námssamning við hvern og einn. Í flestum tilfellum fær kennaranemi sérstakan æfingakennara, a.m.k. í lengri vettvangslotum, það gæti þó allt eins verið kennarateymi þar sem svo háttar til.

Tengiliður:

  • annast milligöngu milli kennara og eða verkefnisstjóra Menntavísindasviðs og viðkomandi skóla. Hann er vakandi fyrir áhuga og möguleikum á frekara samstarfi, opnar leiðir og kemur á tengslum,
  • hefur yfirsýn yfir stöðu hvers nema og ber ábyrgð á að gera Menntavísindasviði viðvart ef hann telur að skólinn geti ekki komið til móts við þarfir eða áhugasvið viðkomandi nema eða ef neminn stendur ekki við skyldur sínar,
  • gerir námssamning við hvern og einn nema,
  • er í samstarfi við verkefnisstjóra og kennara á Menntavísindasviði um undirbúning vettvangsnáms á hverju misseri og miðlar hugmyndum og ábendingum milli aðila,
  • setur, í samráði við æfingakennara viðkomandi leikskóla, upp skipulag fyrir kennaranemana út frá áherslum hvers misseris. Þar getur m.a. verið um að ræða kynningar eða þátttöku í viðburðum sem ætlað er að gefa nemum betri innsýn í leikskólastarfið. Mikilvægt er að hafa í huga að nemum er ætlað að fá innsýn inn í allar hliðar leikskólastarfsins eftir því sem líður á námstímann.