Vettvangsnám í kennaradeild

17.jpg

Skipulagsblað fyrir vettvangsnám í leik- og grunnskólakennaranámi vorið 2017

Þegar upplýsinga hefur verið aflað eru þær skráðar á rafrænt eyðublað á Moodle svæði þeirra námskeiða sem eru með vettvangsnámi í síðasta lagi 27. janúar 2017.

Eyðublöð vegna vettvangsnáms

Grunnskólakennaranám

Leikskólakennaranám


Námsmat í vettvangsnámiTil þess að kennaraneminn nái að þróa færni sína þarf hann að fá að vita hvað var vel gert og hvað þarf að bæta. Í mati á frammistöðu nema þarf að koma fram hvernig hann hefur tekið leiðsögn, framfarir á tímabilinu og hvernig vettvangsnámið gekk þegar á heildina er litið. Matið getur að hluta byggst á sjálfsmati nemans.

Að loknu vettvangsnámi fá kennaranemar námsmat, frá leiðsagnarkennara, á þar til gerðu matsblaði. Einnig getur vettvangsnám tengst námsmati á ýmsum námskeiðum. Námsmatið á ekki að koma kennaranema á óvart og þar á ekkert að koma fram sem ekki hefur verið rætt á vettvangstímabilinu. Leiki vafi á hvort kennaranemi stenst þær kröfur sem gera má til hans miðað við stöðu hans í náminu og viðmiðum í námsmati, skal hafa samband svo fljótt sem verða má við verkefnisstjóra vettvangsnáms á Menntavísindasviði HÍ. Fái nemi ólokið fyrir vettvangsnám fær hann tækifæri til að reyna að nýju eins og í öðrum námskeiðum. 

Mat á verkefnum og frammistöðu nema eru í samræmi við kröfur og viðmið hvers námskeiðs. Eftir því sem líður á kennaranámið þarf neminn að sýna fram á að hann öðlist meiri færni og dýpri skilning á ákveðnum þáttum leikskólakennarastarfsins.

Við námsmat í vettvangsnámi eru eftirtaldir þræðir til viðmiðunar:

  • ábyrgð, virkni, frumkvæði og sveigjanleiki,
  • samstarfshæfni við börn, foreldra og samstarfsfólk,
  • þekking á uppeldis- og menntunarfræði leikskóla,
  • hæfni til að stuðla að leik, námi og færni barna þ.m.t. að skipuleggja, framkvæma og meta starf með börnumeftir því sem við á
  • áhugi og hæfni til að taka þátt í umræðu um álitamál í leikskólastarfi og að færa rök fyrir eigin sjónarmiðum,
  • úrlausn á þeim verkefnum og störfum sem nema eru falin.