Vettvangsnám í kennaradeild

9.jpg

Skipulagsblað fyrir vettvangsnám í leik- og grunnskólakennaranámi vorið 2017

Þegar upplýsinga hefur verið aflað eru þær skráðar á rafrænt eyðublað á Moodle svæði þeirra námskeiða sem eru með vettvangsnámi í síðasta lagi 27. janúar 2017.

Eyðublöð vegna vettvangsnáms

Grunnskólakennaranám

Leikskólakennaranám


KennaranemarÁ 1. misseri fá kennaranemar úthlutað heimaskóla þar sem vettvangsnám þeirra fer fram fyrstu tvö árin til B.Ed.-prófs. Nemar eiga þess kost að koma með óskir sem tengjast faglegum áherslum eða staðsetningu heimaskóla og reynt er að koma til móts við þær. Fagleg sjónarmið eru þó ávallt höfð í fyrirrúmi.

Í upphafi hvers misseris (þó ekki á 1. misseri) fer kennaranemi með skipulagsblað til tengiliðar í heimaskóla sínum og skipuleggur vettvangsnám sitt á misserinu í samstarfi við hann. Tengiliður vísar nemanum til þess leikskólakennara sem munu leiðbeina honum á misserinu. Í upphafi tímabils skulu tengiliður og nemi undirrita námssamning þar sem kveðið er á um gagnkvæmar skyldur og ábyrgð nema og viðeigandi aðila í heimaskólanum. Kennaranemi skal ávallt vera í góðu sambandi við tengilið heimaskóla og tilkynna honum um allar breytingar sem kunna að verða á námi hans og áhrif hafa á vettvangsnám.

Til þess að ljúka námskeiðum sem fela í sér vettvangseiningar (Ve) þarf nemi að hafa lokið vettvangsnámi með fullnægjandi hætti sbr. upplýsingar um námsmat í vettvangsnámi. Tengiliður, æfingakennari og kennaranemi ræða og undirrita námsmat í heimaskólanum. Að því loknu skilar tengiliður námsmatinu til umsjónarmanns vettvangsnáms á Menntavísindasviði.

Álitamálum sem snerta vettvangsnám skal vísa til umsjónarmanns vettvangsnáms í leikskólakennarafræði, Bryndísar Garðarsdóttur bryngar@hi.is