Vettvangsnám í kennaradeild

22.jpg

Skipulagsblað fyrir vettvangsnám í leik- og grunnskólakennaranámi vorið 2017

Þegar upplýsinga hefur verið aflað eru þær skráðar á rafrænt eyðublað á Moodle svæði þeirra námskeiða sem eru með vettvangsnámi í síðasta lagi 27. janúar 2017.

Eyðublöð vegna vettvangsnáms

Grunnskólakennaranám

Leikskólakennaranám


Hlutverk og ábyrgðMenntavísindasvið Háskóla Íslands gerir samstarfssamning við ákveðna leik-, grunn- og framhaldsskóla. Samstarf þessara aðila er tvíþætt og felur annars vegar í sér að samstarfsskólinn tekur að sér að vera heimaskóli ákveðins hóps kennaranema og hins vegar samstarf um skólaþróun og kennaramenntun almennt þar sem lögð er áhersla á gagnkvæman ávinning og faglegt námssamfélag.

Kennaradeild ber ábyrgð á að skipuleggja vettvangsnám og koma á tengslum milli kennaranema og viðkomandi samstarfsskóla/heimaskóla. Auk þess sem kennarar Menntavísindasviðs leggja sig fram um að kynna sér starf á vettvangi og  taka þátt í skólaþróun. Kennarar háskólans aðstoða nemann við að tengja saman reynslu sem hann öðlast á vettvangi og fræðilega þekkingu.

Heimaskóli ber ábyrgð á að skapa sem best skilyrði innan skólans og stuðla að því að neminn fái innsýn í sem flesta þætti skólastarfsins. Þetta felur m.a. í sér að gefa kennaranemum tækifæri til að kynnast fyrirmyndarstarfi og prófa sig áfram undir styrkri leiðsögn hæfra kennara. Gert er ráð fyrir að heimaskóli leiti stöðugt leiða til að þróa og styrkja starf sitt með tilliti til þess hlutverks sem honum er ætlað í þessu samstarfi, þ.e. að taka þátt í að mennta kennara.

Kennaranemi ber ábyrgð á að nýta sér sem best það námsumhverfi sem háskólinn og heimaskólar skapa honum í sameiningu. Hver uppskera hans verður fer eftir því hvort hann leggur sig fram um að vera virkur þátttakandi í skólastarfinu og nýta þau tækifæri sem þar bjóðast til að leggja grunn að heilsteyptri starfskenningu, m.a. með því að afla gagna um hugmyndafræði og starfshætti með skipulegum hætti og ígrunda þau í samvinnu með öðrum.