Vettvangsnám í kennaradeild

31.jpg

Skipulagsblað fyrir vettvangsnám í leik- og grunnskólakennaranámi vorið 2017

Þegar upplýsinga hefur verið aflað eru þær skráðar á rafrænt eyðublað á Moodle svæði þeirra námskeiða sem eru með vettvangsnámi í síðasta lagi 27. janúar 2017.

Eyðublöð vegna vettvangsnáms

Grunnskólakennaranám

Leikskólakennaranám


HeimaskólarMenntavísindasvið Háskóla Íslands gerir samstarfssamning við ákveðna leik-, grunn- og framhaldsskóla. Samstarf þessara aðila er tvíþætt og felur annars vegar í sér að samstarfsskólinn tekur að sér að vera heimaskóli ákveðins hóps kennaranema og hins vegar samstarf um skólaþróun og kennaramenntun almennt þar sem lögð er áhersla á gagnkvæman ávinning og faglegt námssamfélag.

Heimaskóli tekur að sér að taka þátt í menntun ákveðins hóps kennaranema allan námstímann eða a.m.k. stóran hluta hans. Kennaranemar fá leyfi og aðstöðu í skólanum til að sinna verkefnum sem tengjast vettvangsnáminu. Um getur verið að ræða heimsóknir af ýmsu tagi, athuganir á skólastarfi, þátttöku í undirbúningi og framkvæmd skólastarfs, o.fl.

Á fyrsta misseri í námi hvers kennaranema er honum úthlutaður heimaskóli. Alla jafna er miðað við að kennaranemi hafi sama heimaskólann í B.Ed. náminu en ákveðinn sveigjanleiki er þó nauðsynlegur t.d. ef viðkomandi heimaskóli getur ekki veitt nemanda faglega leiðsögn á tilteknum sviðum. Hver og einn heimaskóli segir til um þann fjölda kennaranema sem hann er tilbúinn að taka að sér, og ræðst það m.a. af stærð viðkomandi skóla. 

Við val á heimaskóla er eftirfarandi haft til hliðsjónar:

  • faglegar áherslur og styrkleikar leikskóla 
  • að þar starfi leikskólakennarar sem eru tilbúnir að taka að sérleiðsögn nema
  • óskir nema sem tengjast faglegum áherslum eða staðsetninguheimaskóla