Vettvangsnám í kennaradeild

16.jpg

Skipulagsblað fyrir vettvangsnám í leik- og grunnskólakennaranámi vorið 2017

Þegar upplýsinga hefur verið aflað eru þær skráðar á rafrænt eyðublað á Moodle svæði þeirra námskeiða sem eru með vettvangsnámi í síðasta lagi 27. janúar 2017.

Eyðublöð vegna vettvangsnáms

Grunnskólakennaranám

Leikskólakennaranám


LeiðsagnarkennariLeikskólakennaranemi er á ábyrgð leiðsagnarkennara. Leiðsagnarkennari er ráðgjafi nema, leiðbeinir honum og metur frammistöðu hans. Þeim ber því báðum að taka frá tíma til að ræða starfshætti, undirbúning og framkvæmd einstakra verkefna ásamt því að meta hvernig til tókst. Hafi einhverjum tilteknum atriðum verið ábótavant er nauðsyn að það komi fram til að unnt sé að aðstoða nemann í þeim þáttum sérstaklega. Leiðsagnarkennari þarf að tryggja eftir föngum að nemi geri sér grein fyrir faglegri ábyrgð sinni, að hann skipuleggi nám sitt og fylgi því skipulagi og skrái jafnframt hjá sér það sem gerist á vettvangi. Nemi skal einnig meta eigin vinnubrögð og frammistöðu og heldur leiðarbók þar um á námstímanum.

Leiðsagnarkennari hvetur nema til að sýna frumkvæði í starfi jafnframt því sem hann er til aðstoðar við að meta viðfangsefni með tilliti til aldurs og þroska barna, mismunandi getu og þarfa einstaklinga í hópum og með tilliti til þeirra markmiða sem viðfangsefnunum er ætlað að þjóna. Leiðsagnarkennari beinir sjónum nema að samskiptum barna og samskiptum barna og fullorðinna, samskiptum við foreldra og aðra fullorðna. Einnig leik barna og því hvernig þau læra og efla færni sína. Leiðsagnarkennari hvetur nema einnig til að skoða sjálfan sig sem verðandi leikskólakennara. Í upphafi tímabils skulu tengiliður og nemi undirrita námssamning þar sem kveðið er á um gagnkvæmar skyldur og ábyrgð nema og viðeigandi aðila í heimaskólanum.

Leiðsagnarkennari er fyrirmynd nema og hann þarf að vera reiðubúinn að ræða eigin starfshætti, rökstyðja markmið og leiðir og leita eftir viðbrögðum nemans við því sem hann hefur heyrt og séð. Kennaraneminn verður hins vegar að gera sér grein fyrir að hann þarf að temja sér sinn eigin stíl. Hann getur tekið aðra sér til fyrirmyndar að vissu marki en verður sjálfur að meta hvað er gott, hvað má betur fara og hvaða starfsaðferðir henta honum og hans sýn á leikskólastarfið.