Vettvangsnám í kennaradeild

16.jpg

Skipulagsblað fyrir vettvangsnám í leik- og grunnskólakennaranámi vorið 2017

Þegar upplýsinga hefur verið aflað eru þær skráðar á rafrænt eyðublað á Moodle svæði þeirra námskeiða sem eru með vettvangsnámi í síðasta lagi 27. janúar 2017.

Eyðublöð vegna vettvangsnáms

Grunnskólakennaranám

Leikskólakennaranám


VettvangsnámMarkmið með vettvangsnámi er að nemendur:

  • fái sem bestan skilning á öllum hliðum skólastarfsins,
  • fái tækifæri til að læra í starfi og reyna í verki þá fræðilegu þekkingu sem þeir öðlast í bóklega hluta námsins, með því að samþætta fræði og starf,
  • öðlist það persónulega öryggi sem fagmanni er nauðsynlegt til þess að ná árangri sem er forsenda starfsánægju,
  • öðlist færni í samvinnu og samstarfi, temji sér umburðarlyndi og fordómalaus viðhorf og hafi manngildis- og jafnréttissjónarmið ávallt að leiðarljósi,
  • nái þeirri verkleikni sem nauðsynleg er til þess að geta uppfyllt þær kröfur sem kennarastarfið útheimtir.

 

Með vettvangsnámi er átt við samfellda veru og nám kennaranema út í skólum. Í vettvangsnámi eru kennaranemar að kynna sér skólastarfið í heild sinni ásamt kennslu og starfsháttum á ákveðnu sviði eða námsgrein sem þeir hyggjast sérhæfa sig í. Í vettvangsnámi fá nemar tækifæri til að tengja saman fræði og framkvæmd með því að prófa þá þekkingu og kunnáttu sem þeir hafa aflað sér í háskólanáminu.

Vettvangsnám er einingabært sem merkir að það er metið til eininga og er hluti af námsmati ákveðinna námskeiða. Tvær einingar í vettvangsnámi (2Ve) jafngilda 30 klukkustundum á vettvangi eða einni viku miðað við 6 tíma viðveru á dag. Undirbúningur og úrvinnsla fer fram utan þess tíma. Vettvangsnámið er að jafnaði 18-22 ects í B.Ed.-námi og 24 ects í meistaranámi.

Vettvangstengingar eru ekki sérstaklega taldar í einingum en öll námskeið eiga að gera ráð fyrir einhverjum tengslum við vettvang. Vettvangstengingar geta verið með ýmsu móti, t.d. að skoða ákveðna þætti í skólanámskrá, kynna sér sérskóla, þátttaka í listviðburðum eða annað sem markmið námskeiða gefa tilefni til. Þetta getur t.d. átt við þegar nemendur vinna hópverkefni.