Vettvangsnám í kennaradeild

1.jpg

Skipulagsblað fyrir vettvangsnám í leik- og grunnskólakennaranámi vorið 2017

Þegar upplýsinga hefur verið aflað eru þær skráðar á rafrænt eyðublað á Moodle svæði þeirra námskeiða sem eru með vettvangsnámi í síðasta lagi 27. janúar 2017.

Eyðublöð vegna vettvangsnáms

Grunnskólakennaranám

Leikskólakennaranám


SamstarfsskólarSamstarfsskólar Menntavísindasviðs

Menntun kennara er samstarfsverkefni háskólans annars vegar og grunnskóla hins vegar. Á vettvangi grunnskólans öðlast kennaraneminn reynslu og innsýn í skólastarfið og í háskólanum fær hann tækifæri til að vinna úr reynslu sinni og skoða hana í fræðilegu ljósi. Reynsla kennaranema á vettvangi hefur áhrif á það hvernig hann túlkar fræðin og byggir upp skilning sinn. Neminn nýtir sér jafnframt fræðilega þekkingu til að móta starfshugmyndir sínar. Þannig verður fagþekking til með gagnkvæmu samspili háskóla og starfsvettvangs.

Menntavísindasvið HÍ auglýsir með bréfi til allra leik- og grunnskóla eftir samstarfsskólum, heimaskólum, um kennaramenntun. Í umsókn sinni um samstarf eru skólarnir beðnir um að tilgreina aldursstig og sérstakar áherslur sem teljast til styrkleika í skólastarfinu og hagur er fyrir kennaranema að fá innsýn í.

Leitað er að skólum:

  • sem eru með fyrirmyndarstarf á sem flestum sviðum skólastarfsins,
  • þar sem unnið er markvisst að þróun skólastarfsins á breiðum grundvelli,
  • þar sem starfsmannahópurinn er opinn og áhugasamur um uppeldi, nám og kennslu,
  • sem hafa áhuga á að taka virkan þátt í menntun leik- og grunnskólakennara framtíðarinnar.

 

Skóli sem óskar eftir að vera heimaskóli  þarf að:

  • vera reiðubúinn að veita kennaranemum innsýn í alla þættiskólastarfsins í samræmi við áherslur þeirra í námi,
  • gera samning við hvern kennaranema um vettvangsnámið ogvettvangstengd verkefni, þar sem fram koma m.a. væntingar,áherslur og markmið,
  • leiðbeina kennaranemum við þau verkefni sem þeir vinna ávettvangi,
  • tilnefna einn tengilið sem heldur utanum starf kennaranema ávettvangi og tekur þátt í reglubundnu samráði við umsjónaraðila áMenntavísindasviði,
  • taka þátt í mati á frammistöðu kennaranema.

Heimaskólar vorið 2012

Heimaskólar haust 2011

Heimaskólar vorið 2011  

Heimaskólar haustið 2010