Vettvangsnám í kennaradeild

20.jpg

Skipulagsblað fyrir vettvangsnám í leik- og grunnskólakennaranámi vorið 2017

Þegar upplýsinga hefur verið aflað eru þær skráðar á rafrænt eyðublað á Moodle svæði þeirra námskeiða sem eru með vettvangsnámi í síðasta lagi 27. janúar 2017.

Eyðublöð vegna vettvangsnáms

Grunnskólakennaranám

Leikskólakennaranám


GrunnskólakennarafræðiFræðilegt og starfstengt grunnnám ætlað þeim sem hyggja á kennslu í grunnskólum eða önnur tengd störf. B.Ed.- gráða veitir rétt til að sækja um meistaranám sem er skilyrði fyrir leyfisbréfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari skv. lögum nr. 87/2008. Námið tekur mið af lögum um grunnskóla, aðalnámskrá grunnskóla og starfsvettvangi grunnskólakennara.

Nám til B.Ed.-gráðu í grunnskólakennarafræði er þrískipt:

  • sameiginleg námskeið fyrir nemendur í leik- og grunnskólakennarafræði,
  • grunnnámskeið í kennslufræði grunnskóla,
  • námskeið á kjörsviðum.

Auk þessa vinna nemendur lokaverkefni og geta valið úr sérstökum
valnámskeiðum eða tilteknum námskeiðum af kjörsviðum. Öll námskeið hafa tengsl við starfsvettvang viðkomandi skólastigs. Vettvangsnám er sá hluti í námi kennaranema sem fer fram á vettvangi í einum af samstarfsskólum Menntavísindasviðs. Á fyrsta misseri fá allir kennaranemar grunnskóla sem sinn heimaskóla þar sem þeir stunda sitt vettvangsnám og hafa aðgang að á námstímanum.