Uppeldi og menntun

4.jpg

Uppeldi og menntun er fyrst og fremst vettvangur fræðilegrar umfjöllunar um efni tengt uppeldi og skólastarfi, en einnig fer þar fram umræða og skoðanaskipti um álitaefni er varða starfshætti og stefnumótun fyrir mennta- og uppeldisstofnanir.
Tímarit um uppeldi og menntun hefur nú tekið við af tveimur tímaritum, Uppeldi og menntun, og Tímariti um menntarannsóknir. Fyrst um sinn eða þar til opnað hefur verið rafrænt móttökukerfi fyrir greinar í nýja tímaritið eru höfundar beðnir um að senda handrit ritstjórunum, Hermínu Gunnþórsdóttur (hermina@unak.is) og Hafdísi Guðjónsdóttur (hafdgud@hi.is). Handrit skulu vera í samræmi við leiðbeiningar sem finna má hér til hliðar.

Uppeldi og menntun er birt á vefnum timarit.is og skemman.is. Hvert hefti kemur á vefinn um það bil einu ári eftir útgáfu þess. Einnig er tímaritið aðgengilegt í EBSCO-host.

Tímaritið Uppeldi og menntun tvítugt - afmælisgrein á 20 ára afmæli tímaritsins eftir Ingólf Á. Jóhannesson