Doktorsnám á Menntavísindasviði

1.jpg


7. júní kl. 14.00 áfangamat Guðrúnar Bjargar Ragnarsdótuur

Áfangamat doktorsnema við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
For English see below

Þriðjudaginn 7. júní 2016 mun fara fram áfangamat á rannsóknarverkefni Guðrúnar Bjargar Ragnarsdóttur doktorsnema við Menntavísindasvið. Heiti áætlunarinnar er The effects of Direct Instruction and Precision Teaching on self-concept, self-efficacy and well-being of students with learning difficulties. Students´ and parents´ perception.

Matið er í tvennu lagi; fyrst kynnir Guðrún Björg rannsóknarverkefni sitt í stofu K 205 kl. 14.00 – 15.00 og er sú kynning opin nemum í framhaldsnámi og starfsmönnum Menntavísindasviðs. Síðan er fundur þar sem matsnefnd fær tækifæri til að ræða rannsóknaráætlunina við Guðrúnu Björgu. Fundurinn er öðrum lokaður. Kynningin og fundurinn fara fram á ensku.

Tilgangur matsins er tvíþættur eins og fram kemur í Reglum um doktorsnám við Menntavísindasvið: Að meta hæfni doktorsnemans til að framkvæma rannsóknarverkefni og að veita endurgjöf.

Matsnefndin samanstendur af leiðbeinendum Guðrúar Bjargar; aðalleiðbeinandi dr. Anna Lind Pétursdóttir  dósent, Háskóla Íslands, meðleiðbeinanda  dr. Zulima Gabríela  Sigurðardóttir dósent, Háskóla íslands. Prófdómarar; dr. Batya Elbaum prófessor, Háskólanum í Miami og dr. Annadís Gréta Rúdólfdóttir lektor , Háskóla Íslands. Dr. Anna Kristín Sigurðardóttir dósent, formaður matsnefndar, stýrir athöfninni og Sólrún B. Kristinsdóttir er ritari.

An interim evaluation of a doctoral proposal at the School of Education University of Iceland

The interim evaluation of Guðrún Björg Ragnarsdóttir ´s doctoral project will take place 7th June 2016 at the University of Iceland, School of Education, Stakkahlíð. The title of the proposal: The effects of Direct Instruction and Precision Teaching on self-concept, self-efficacy and well-being of students with learning difficulties. Students´ and parents´ perception.

The evaluation will be in two parts: First the doctoral student‘s presentation of her proposal in room K 205 at 2 pm. The presentation is open to postgraduate students and staff of the School of Education. Secondly, an evaluation meeting for a discussion of the proposal. The meeting is open only to the doctoral student and the Evaluation Committee. The language of the presentation and the meeting will be English.

The purpose of the interim evaluation is twofold, as the rules of the Doctoral School indicate: To evaluate the doctoral student‘s competence in conducting the proposed doctoral research project and to provide her with feedback.

The evaluation committee consists of Guðrún Björg´s supervisors: Dr. Anna Lind Pétursdóttir senior lecturer, University of Iceland, co-supervisor Dr. Zulima Gabríela Sigurðardóttir senior lecturer University of Iceland, Dr. Batya Elbaum professor, Miami University and Dr. Annadís Gréta Rúdólfdóttir lecturer ,  University of Iceland. Chairman of the evaluation committee, dr. Anna Kristín Sigurðardóttir, senior lecturer, directs the proceedings and Sólrún B. Kristinsdóttir is a secretary.

26. maí kl. 9.00 áfangamat Vilborgar Jóhannsdóttur

Áfangamat doktorsnema við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Fimmtudaginn 26. maí kl. 9.00 2016 mun fara fram áfangamat á rannsóknarverkefni Vilborgar Jóhannsdóttur doktorsnema við Menntavísindasvið. Heiti rannsóknarverkefnisins er Leit að kjarna góðs þroskaþjálfa og heildstæðri nálgun í þroskaþjálfamenntun.

Matið er í tvennu lagi; fyrst kynnir Vilborg rannsóknarverkefni sitt í stofu K 205 kl. 9.00 – 10.00 og er sú kynning opin nemum í framhaldsnámi og starfsmönnum Menntavísindasviðs. Síðan er fundur þar sem matsnefnd fær tækifæri til að ræða rannsóknaráætlunina við Vilborgu. Fundurinn er öðrum lokaður. Kynningin og fundurinn fara fram á íslensku.

Tilgangur matsins er tvíþættur eins og fram kemur í Reglum um doktorsnám við Menntavísindasvið: Að meta hæfni doktorsnemans til að framkvæma rannsóknarverkefni og að veita endurgjöf.

Matsnefndin samanstendur af leiðbeinendum Vilborgar Jóhannsdóttur; dr. Hafþóri Guðjónssyni og dr. Guðrúnu Geirsdóttur bæði dósentar við Háskóla Íslands, tveimur utanaðkomandi prófdómurum dr. Hafdísi Ingvarsdóttur prófessor emeritus, Háskóla Íslands  og dr. Snæfríði Þóru Egilson prófessor, Háskóla Íslands.  Dr. Ingólfur Ásgeir Jóhannson prófessor, formaður matsnefndar, stýrir athöfninni og Sólrún B. Kristinsdóttir er ritari.

An interim evaluation of a doctoral proposal at the School of Education University of Iceland

The interim evaluation of Vilborg Jóhannsdóttir´s doctoral project will take place 26th May 2016 at the University of Iceland, School of Education, Stakkahlíð. The title of the proposal:
Leit að kjarna góðs þroskaþjálfa og heildstæðri nálgun í þroskaþjálfamenntun.
The evaluation will be in two parts: First the doctoral student‘s presentation of her proposal in room K 205 at 9.00 -10.00 am. The presentation is open to postgraduate students and staff of the School of Education. Secondly, an evaluation meeting for a discussion of the proposal. The meeting is open only to the doctoral student and the Evaluation Committee. The language of the presentation and the meeting will be Icelandic.

The purpose of the interim evaluation is twofold, as the rules of the Doctoral School indicate: To evaluate the doctoral student‘s competence in conducting the proposed doctoral research project and to provide her with feedback.

The evaluation committee consists of Vilborg´s supervisors: Dr. Hafþór Guðjónsson and dr. Guðrún Geirsdóttir both senior lecturers  at University of Iceland, two external examiners dr. Hafdís Ingvarsdóttir professor emeritus at University of Iceland  and Dr. Snæfríður Þóra Egilson professor at University of Iceland, dr. Ingólfur Ásgeir Jóhannsson professor, directs the proceedings and Sólrún B. Kristinsdóttir is secretary.

24. maí kl. 13.00 Doktorsvörn G. Sunnu Gestsdóttur

G. Sunna Gestsdóttir ver doktorsritgerð sína í menntavísindum við Íþrótta- tómstunda og þroskaþjálfadeild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands:
Mental well-being in adolescence and young adulthood: Changes and association with fitness and physical activity/ Andleg líðan á unglings- og snemmfullorðinsárum: Breyting á andlegri líðan sem og tengsl við þrek og hreyfingu
Athöfnin fer fram Þriðjudaginn 24. maí nk. kl. 13:00 í Hátíðasal Háskóla Íslands.
Andmælendur eru dr. Bente Wold prófessor, Háskólanum í Bergen, Noregi og dr. Elín Díanna Gunnarsdóttir dósent, Háskólanum á Akureyri
Leiðbeinendur voru dr. Erlingur S. Jóhannsson prófessor, Háskóla Íslands, meðleiðbeinandi dr. Erla Svansdóttir nýdoktor, Háskóla Íslands. Auk þeirra sátu í doktorsnefndinni dr. Ársæll Már Arnarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri og dr. Þórarinn Sveinsson, prófessor við Háskóla Íslands.
Dr. Jóhanna Einarsdóttir sviðsforseti Menntavísindasviðs, stjórnar athöfninni.

20. maí kl. 10.00 -12.00 í stofu K 205 Málstofa doktorsnema með Per-Åke Rosvall

20. maí kl. 10.00 -12.00 í stofu K 205 Málstofa
doktorsnema með Per-Åke Rosvall dósent í Háskólanum í Umeå. Per-Åke mun
halda erindi um verkmenntun í framhaldsskólum. Síðan mun Valgerður S
Bjarnadóttir doktorsnemi kynna rannsóknarverkefni sitt.Ívar Rafn Jónsson
og Per-Åke munu veita endurgjöf á verkefni Valgerðar.

4. maí Málstofa doktorsnema með Kari Smith gestaprófessor á Menntavísindasviði

4. maí kl. 14.30 -17.00 í stofu K 205 Málstofa
doktorsnema með Kari Smith gestaprófessor á Menntavísindasviði. Kari
mun fyrst vera með innlegg: 1.     Securing the ‘red thread’ in your
thesis. 2.   
The literature review and the discussion- what is the
researcher’s role? Eftir erindi Kari verða Svava Björg Mörk og Ívar Rafn
Jónsson, doktorsnemar, með kynningu á rannsóknarverkefnum sínum en
Kristín Dýrfjörð og Ingimar Waage ásamt Kari Smith munu vera með
endurgjöf á rannsóknaverkefni Svövu og Ívars.

19. apríl áfangamat Hildigunnar Gunnarsdóttur

Áfangamat doktorsnema við
Menntavísindasvið Háskóla Íslands

For English see below

Þriðjudaginn 19. apríl 2016 mun fara fram áfangamat á
rannsóknarverkefni Hildigunnar Gunnarsdóttur doktorsnema við
Menntavísindasvið. Heiti áætlunarinnar er Móttaka nýrrar aðalnámskrár í
framhaldsskóla: Innbyggð formfesta ólíkra námsgreina og hlutverk kennara sem
framkvæmdaraðilar námskrár

Matið er í tvennu lagi; fyrst kynnir Hildigunnur rannsóknarverkefni sitt í
stofu K 205 kl. 13.00 – 14.00 og er sú kynning opin nemum í
framhaldsnámi og starfsmönnum Menntavísindasviðs. Síðan er fundur þar sem
matsnefnd fær tækifæri til að ræða rannsóknaráætlunina við Hildigunni.
Fundurinn er öðrum lokaður. Kynningin og fundurinn fara fram á íslensku.

Tilgangur matsins er tvíþættur eins og fram kemur í Reglum um doktorsnám við
Menntavísindasvið: Að meta hæfni doktorsnemans til að framkvæma
rannsóknarverkefni og að veita endurgjöf.

Matsnefndin samanstendur af leiðbeinendum Hildigunnar Gunnarsdóttur; dr.
Sigurlínu Davíðasdóttur  prófessor emerita og dr. Þuríði Jóhannsdóttur
dósent við Háskóla Íslands , tveimur utanaðkomandi prófdómurum dr. Guðrúnu
Geirsdóttur dósent og dr. Ómari H. Kristmundssyni prófessor við Háskóla
Íslands.  Dr. Guðrún Valgerður Stefánsdóttir, formaður matsnefndar, stýrir
athöfninni og Sólrún B. Kristinsdóttir er ritari.

 

An interim evaluation of a
doctoral proposal at the School of Education University of Iceland

 

The interim evaluation of Hildigunnur Gunnarsdóttir´s
doctoral project will take place 19th April 2016 at
the University of Iceland, School of Education, Stakkahlíð. The title of the
proposal: Móttaka nýrrar aðalnámskrár í framhaldsskóla: Innbyggð formfesta
ólíkra námsgreina og hlutverk kennara sem framkvæmdaraðilar námskrár

The evaluation will be in two parts: First the doctoral student‘s
presentation of her proposal in room K 205 at 1 pm to 2 pm.
The presentation is open to postgraduate students and staff of the School of
Education. Secondly, an evaluation meeting for a discussion of the proposal.
The meeting is open only to the doctoral student and the Evaluation Committee.
The language of the presentation and the meeting will be in Icelandic.

The purpose of the interim evaluation is twofold, as the rules of the
Doctoral School indicate: To evaluate the doctoral student‘s competence in
conducting the proposed doctoral research project and to provide her with
feedback.

The evaluation committee consists of dr. Sigurlína Davíðasdóttir 
professor emerita and dr. Þuríður Jóhannsdóttir senior lecturer  at University
of Iceland, two external examiners dr. Guðrún Geirsdóttir senior lecturer 
anddr. Ómari- H. Kristmundsson professor at University of Iceland.  Dr.
Guðrún Valgerður Stefánsdóttirprofessor, directs the proceedings and Sólrún B.
Kristinsdóttir is secretary.

Áfangamat /Interim evaluation, Fríða B. Jónsdóttir

Áfangamat doktorsnema við
Menntavísindasvið Háskóla Íslands
For English see below

Miðvikudaginn 13. apríl 2016 mun fara fram áfangamat á
rannsóknarverkefni Fríðu Bjarneyjar Jónsdóttur doktorsnema við
Menntavísindasvið. Heiti áætlunarinnar er Give wings to voices; The
preschool as a just learning space for interaction and understanding

Matið er í tvennu lagi; fyrst kynnir Fríða Bjarney rannsóknarverkefni sitt í
stofu H 101 kl. 14.00 – 15.00 og er sú kynning opin nemum í
framhaldsnámi og starfsmönnum Menntavísindasviðs. Síðan er fundur þar sem
matsnefnd fær tækifæri til að ræða rannsóknaráætlunina við Fríðu Bjarneyju.
Fundurinn er öðrum lokaður. Kynningin og fundurinn fara fram á ensku.

Tilgangur matsins er tvíþættur eins og fram kemur í Reglum um doktorsnám við
Menntavísindasvið: Að meta hæfni doktorsnemans til að framkvæma
rannsóknarverkefni og að veita endurgjöf.

Matsnefndin samanstendur af leiðbeinendum Fríðu Bjarneyjar Jónsdóttur; dr. Hanna
Ragnarsdóttir  prófessor við Háskóla Íslands og dr. Lars A Kulbrandstad
prófessor í Högskolan i Hedemark , tveimur utanaðkomandi prófdómurum dr. James
Cummins prófessor, University of Toronto og dr. Jóhönnu Einarsdóttur prófessor
við Háskóla Íslands.  Dr. Dóra S. Bjarnason prófessor, formaður
matsnefndar, stýrir athöfninni og Sólrún B. Kristinsdóttir er ritari.

16. mars nk. Kynning á doktorsritgerð - Hjördís Þorgeirsdóttir

Hjördís Þorgeirsdóttir  kynnir doktorsritgerð sína frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands og Háskólanum í Exeter            
miðvikudaginn 16. mars kl. 15.00 í Hátíðasal Háskóla Íslands.
Rannsóknin fjallar um hvernig hægt er að tengja saman starfendarannsóknir og starfsemiskenninguna til að efla starfsþróun kennara á Íslandi.
Aðalprófdómari ritgerðarinnar var dr. Bridget Somekh áður prófessor við Manchester Metropolitan University, en auk hennar voru prófdómendur þau dr. Karen Walshe lektor við University of Exeter og dr. Jón Torfi Jónasson, prófessor við Kennaradeild, Menntavísindasviðs HÍ. Hann mun kynna niðurstöðu prófdómenda við vörnina sem fram fór við University of Exeter 14. desember 2015 og ræða við Hjördísi um efni ritgerðarinnar.
Leiðbeinendur voru dr. Keith Postlethwaite, University of Exeter, dr. Nigel Skinner University of Exeter og dr. Hafþór Guðjónsson, Háskóla Íslands.
Dr. Jóhanna Einarsdóttir sviðsforseti Menntavísindasviðs stýrir athöfninni.                 Allir velkomnir
Um verkefnið:
Ritgerðin fjallar um notkun starfendarannsókna og starfsemiskenningar til að efla starfsþróun kennara í íslenskum framhaldsskóla. Markmiðið með rannsókninni var að móta nýja leið fyrir starfsþróun kennara sem veitir þeim kjark og þor til að gera breytingar á starfi sínu. Rannsóknin var gerð með starfendarannsóknarhópi sem í voru tuttugu og einn starfsmaður og ytri ráðgjafi. Aðferðin sem var þróuð nefndi ég Breytingastofu. Athyglin beindist sérstaklega að togstreitu sem þátttakendur upplifðu í starfinu. Togstreitan birtist einkum á milli einstefnu- og tvístefnumiðlunar, á milli yfirferðar námsefnis og dýpri skilnings á efninu og á milli verkfæra sem ýmist gera nemendur að óvirkum eða virkum þátttakendum í náminu. Til þess að leysa þessa togstreitu hafa kennarar gert breytingar á starfi sínu sem beinast fyrst og fremst að því að auka virka þátttöku nemenda í námsferlinu í kennslustofunni og veita röddum nemenda aukið vægi. Þátttaka í starfenda-rannsóknarhópnum ýtti bæði undir einstaklingsnám og samnám. Í gegnum námsferlið jókst hæfni og þor þátttakenda til breytinga á starfsháttum sem og hæfni þeirra og þor til þverfaglegs samstarfs. Breytingastofan þar sem starfsemiskenningin og starfendarannsóknir eru tengdar saman opnar nýja leið til að efla starfsþróun kennara og samstarf sem getur aukið varanlegar breytingar á kennsluháttum.

About the project:
This thesis investigates the use of action research and activity theory to promote the professional development of teachers in an Icelandic upper secondary school. The purpose of the research was to develop a new model to foster professional development through enhancing the participants’ agency to transform their practice. It was carried out with an action research group of twenty-one school professionals and an outside consultant. I termed our approach the Change Room. The research focus was on tensions the participants experienced in their classroom practice. The research used both action research and case study methodology. The teachers experienced tensions in their classroom practice between students’ active and passive learning, didactic and dialogic teaching methods, and the requirement to cover the syllabus and to promote deep learning. To resolve these tensions the teachers have developed teaching practices that enhanced active student learning and given more weight to the students’ voices. Participation in the action research group enhanced both individual and collective learning of the school professionals. Their agency to change practice was increased and they also developed more cross curriculum agency. The combination of activity theory and action research in the Change Room provides a new model for enhancing teachers’ professional development and collaboration that has potential to transform classroom practice.

Um doktorsefnið
Hjördís Þorgeirsdóttir fæddist árið 1956. Hún lauk MA prófi í félagsfræði og félagslegri stjórnun frá University of Edinburg 1981, Uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda frá HÍ 1989 og MSc prófi í rannsóknaraðferðum menntunar frá University of Exeter 2009. Hjördís starfaði sem kennari í félagsfræði frá 1981 til 2002, fyrst við FNV og síðan MS. Frá 2002 hefur hún starfað sem konrektor við MS. Hún er gift Brodda Þorsteinssyni, tæknifræðingi. Dóttir þeirra er Elín, BS í sálfræði frá HÍ og stúpsonur hennar er Þorsteinn Broddason, hagfræðingur giftur Dóru Heiðu Halldórsdóttur og eiga þau tvo syni. Hjördís hefur unnið að rannsóknum með starfendarannsóknarhópi í MS frá 2005 og setið í stjórnum Félags um starfendarannsóknir og Rannsóknarstofu um starfendarannsóknir við HÍ.  

2. mars kl. 14-15 í stofu H 202, vinnustofa með Pat Thomson

2. mars kl. 14-15 í stofu H 202 verður vinnustofa
með Pat Thomson. Writing
the exegesis for the PhD by publication.
This
two hour seminar looks beyond the institutional rules which govern the exegesis
to consider what examiners look for when reading this important text. It will
consider some common problems that doctoral writers experience – establishing
warrant, coherence and contribution and writing with authority. There will be
some time for discussion and questions.

4. mars kl.12-13 í stofu K 208 Opinn fyrirlestu - Marko T Kantomaa

4. mars kl.12-13 í stofu K 208  Opinn fyrirlestur
verður haldinn með Marko T Kantomaa sem er gestaprófessor við Imerial
College London. Fyrirlesturinn Physical activity and academic
achivement er byggður á rannsóknum Kantomaa um fylgni milli líkamlegrar
hreyfingar og námsárangurs en einsog segir í kynningu: Lowlevels of physical activity among children have raised concerns over the effects of a physically inactive lifestyle, not only on physical health but also on cognitive prerequisites of learning

3. mars áfangamat á rannsóknarverkefni Elvars Smára Sævarssonar doktorsnema við Menntavísindasvið

Áfangamat doktorsnema við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
For English see below

Fimmtudaginn 3. mars 2016 mun fara fram áfangamat á rannsóknarverkefni Elvars Smára Sævarssonar doktorsnema við Menntavísindasvið. Heiti rannsóknarverkefnisins er The Association of Physical Activity and Cardiorespiratory Fitness with Academic Achievements in Children.

Matið er í tvennu lagi; fyrst kynnir Elvar Smári rannsóknarverkefni sitt í stofu K 208 kl. 9.00-10.00 og er sú kynning opin nemum í framhaldsnámi og starfsmönnum Menntavísindasviðs. Síðan er fundur þar sem matsnefnd fær tækifæri til að ræða rannsóknaráætlunina við Elvar Smára. Fundurinn er öðrum lokaður. Kynningin og fundurinn fara fram á ensku.

Tilgangur matsins er tvíþættur eins og fram kemur í Reglum um doktorsnám við Menntavísindasvið: Að meta hæfni doktorsnemans til að framkvæma rannsóknarverkefni og að veita endurgjöf.

Matsnefndin samanstendur af leiðbeinendum Elvars Smára Sævarssonar; dr.
Erlingi S. Jóhannsyni, Þórarni Sveinssyni báðum prófessorum við Háskóla
Íslands, Erlu Svansdóttur nýdoktors í Háskóla Íslands, tveimur
utanaðkomandi prófdómurum dr. Marko T. Kantonaa gestarannsakandi við
Imperial College London og dr. Sigurgrími Skúlasyni dósent við Háskóla
Íslands.  Dr. Anna Kristín Sigurðardóttir prófessor, formaður
matsnefndar, stýrir athöfninni og Sólrún B. Kristinsdóttir er ritari..

An interim evaluation of a doctoral proposal at the School of Education University of Iceland

The interim evaluation of ELVAR Smári Sævarsson´s doctoral project will take place 3rd March 2016 at the University of Iceland, School of Education, Stakkahlíð. The title of the proposal:
The Association of Physical Activity and Cardiorespiratory Fitness with Academic Achievements in Children.
The evaluation will be in two parts: First the doctoral student‘s presentation of her proposal in room K 208 at 9.00-10.00. The presentation is open to postgraduate students and staff of the School of Education. Secondly, an evaluation meeting for a discussion of the proposal. The meeting is open only to the doctoral student and the Evaluation Committee. The language of the presentation and the meeting will be English.

The purpose of the interim evaluation is twofold, as the rules of the Doctoral School indicate: To evaluate the doctoral student‘s competence in conducting the proposed doctoral research project and to provide her with feedback.

The evaluation committee consists of Elvar Smári´s supervisors: Dr. Erlingur S. jóhannsson professor at University of Iceland and dr. Þórarinn Sveinsson professor at University of Iceland, two external examiners dr. Marko Kantomaa Visiting Researcher, Imperial College London, UK, and Dr. Sigurgrímur Skúlason Senior lecturer at University of Iceland, dr. Anna Kristín Sigurðardóttir professor, directs the proceedings and Sólrún B. Kristinsdóttir is secretary.

1. febrúar nk. áfangamat Guðlaugar Erlendsdóttur

Áfangamat doktorsnema við Menntavísindasvið
For English see below

Mánudaginn 1. febrúar mun fara fram áfangamat á rannsóknarverkefni Guðlaugar Erlendsdóttur doktorsnema við Menntavísindasvið. Heiti áætlunarinnar er The nature and significance of interactions in the development of Malawian rural primary schools.

Matið er í tvennu lagi; fyrst kynnir Guðlaug rannsóknarverkefni sitt í stofu K 204 kl. 9.30-10.30 og er sú kynning opin nemum í framhaldsnámi og starfsmönnum Menntavísindasviðs. Síðan er fundur þar sem matsnefnd fær tækifæri til að ræða rannsóknaráætlunina við Guðlaugu. Fundurinn er öðrum lokaður. Kynningin og fundurinn fara fram á ensku.

Tilgangur matsins er tvíþættur eins og fram kemur í Reglum um doktorsnám við Menntavísindasvið: Að meta hæfni doktorsnemans til að framkvæma rannsóknarverkefni og að veita endurgjöf.

Matsnefndin samanstendur af leiðbeinendum Guðlaugar Erlendsdóttur; dr. Allyson Macdonald prófessor við Háskóla Íslands og dr. Svanborg R. Jónsdóttir dósent við Háskóla Íslands, tveimur utanaðkomandi prófdómurum dr. Peter Mtika, lektor við Háskólann í Aberdeen og dr. Ingvari Sigurgeirssyni prófessor við Háskóla Íslands.  Dr. Dóra S. Bjarnason, prófessor formaður matsnefndar, stýrir athöfninni og Sólrún B. Kristinsdóttir er ritari.

An interim evaluation of a doctoral proposal at the School of Education

The interim evaluation of Guðlaug Erlendsdóttir´s doctoral project will taka place 1st February at University of Iceland, School of Education, Stakkahlíð. The title of the proposal: The nature and significance of interactions in the development of Malawian rural primary schools

The evaluation will be in two parts: First the doctoral student‘s  presentation of his proposal in room K 204 at 9.30-10.30. The presentation is open to postgraduate students and staff of the School of Education. Secondly an evaluation meeting for a discussion of the proposal.  The meeting is open only to the doctoral student and the Evaluation Committee. The language of the presentation and the meeting will be English.

The purpose of the interim evaluation is twofold, as the rules of the Doctoral School indicate: To evaluate the doctoral student‘s competence in conducting the proposed doctoral research project and to provide her with feedback.

The evaluation committee consist of Atli‘s  supervisors dr. Allyson Macdonald professor at University of Iceland og dr. Svanborgu R. Jónsdóttur  senior lecturer at University of Iceland, two external examiners dr. Peter Mtika, lecturer við Háskólann í Aberdeen and dr. Ingvari Sigurgeirssyni, professor at the University of Iceland. Chairman of the evaluation committee dr. Dóra S. Bjarnason professor directs the proceedings and Sólrún B. Kristinsdóttir is secretary.

27. nóvember nk. doktorsvörn Ingibjargar V. Kaldalóns

Ingibjörg Vala Kaldalóns ver doktorsritgerð sína í menntavísindum við Uppeldis- og menntunarfræðideild
Menntavísindasviðs Háskóla Íslands:

Stuðningur við sjálfræði nemenda í íslenskum
grunnskólum
 

Athöfnin fer fram föstudaginn 27. nóvember nk. kl. 13:00  í Hátíðasal Háskóla Íslands.

Andmælendur eru dr. Kristján Kristjánsson prófessor Háskólanum í
Birmingham, Englandi. og dr. Jón Torfi Jónasson prófessor, Menntavísindasvið
Háskóla Íslands

Leiðbeinendur voru dr. Ragnhildur Bjarnadóttir, prófessor, Menntavísindasvið
Háskóla Íslands, meðleiðbeinandi dr. Gretar L. Marinósson  prófessor, Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Auk þeirra sat í doktorsnefndinni dr. Ingvar Sigurgeirsson prófessor,
Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Dr. Ólafur Páll Jónsson prófessor, deildarforseti Uppeldis- og
menntunarfræðideildar Menntavísindasviðs, stjórnar athöfninni

Allir velkomnir

 

Um verkefnið

Stuðningur við sjálfræði
nemenda í íslenskum grunnskólum

Markmið með rannsókninni er að varpa ljósi á stuðning við sjálfræði nemenda í
skólastarfi, öðlast skilning á starfsháttum sem styðja við sjálfræði nemenda og
þeim þáttum í skólastarfi sem hindra slíkan stuðning. Sjálfræði er mikilvægur
þáttur velfarnaðar samkvæmt jákvæðri sálfræði og sjálfsákvörðunarkenningum sem
mynda fræðilegan grunn rannsóknarinnar. Sjónum er beint að starfsháttum í 7.—10.bekk grunnskóla í 20 grunnskólum. Notaðar
eru spurningalistakannanir, vettvangsathuganir og hálf-opin viðtöl við nemendur
og kennara. Niðurstöður eru í meginatriðum að stuðningur við sjálfræði er víða
lítill og ekki í samræmi við það sem Aðalnámskrá grunnskóla, grunnskólalög og
alþjóðasamþykktir kveða á um. Á hinn bóginn er mikill munur milli skólanna á
því hvernig stutt er við sjálfræði. Mikill munur reyndist bæði á kennslu- og
starfsháttum og einnig á viðhorfum í skólum eftir því hversu ríkulega kennarar
studdu við sjálfræði nemenda – sem endurspeglaðist í ólíkri skólamenningu og
formgerð skólastarfsins. Rannsóknin staðfestir tengsl stuðnings við sjálfræði
og velfarnaðar. Varpað er ljósi á ýmsa ytri þætti sem kennarar telja að hindri
þá í því að styðja við sjálfræði nemenda svo sem kerfislegar kröfur,
takmarkaðar bjargir og ósveigjanlegt skipulag. Hugmyndalegar hindranir sem
tengdust námi og skólastarfi vógu þó þyngra. Við þurfum að efla þekkingu með
kennnurum og nemendum á formgerð sem greiðir fyrir eflingu sjálfræðis nemenda.
Skólamenning sem leggur megináherslu á fræðslu og getu nemenda heldur einnig
aftur af breytingum og hindrar stuðning við sjálfræði. Fræðilegar niðurstöður
ættu að vera mikilvægt framlag fyrir vettvanginn, gagnlegar fyrir starfandi
kennara, skólastjórnendur og aðila í kennaramenntun.

About the project

Autonomy support in Icelandic cumpulsory
schools

The
objective of this study is to throw light on autonomy support of students in
their daily school-work and to gain an understanding of school practices that
support students’ autonomy as well as those aspects of the school‘s operation
that impede such support. The theoretical framework derives from positive
psychology and self-determination theories according to which autonomy is the
ground for maximizing the individual’s psychological potential. The research
focuses on school-practices in grades 7-10 in 20 compulsory schools. Mixed
research methods were used; questionnaires, field observations and semi-structured
interviews among students and teachers. The findings of the study suggest that
an emphasis on autonomy support is generally minimal. However, there was vast
difference between teaching methods, classroom practices and attitudes of
school personnel according to the degree of autonomy support in each school.
These were reflected in different cultures and structures supporting different practices.
The study confirms the relationship between autonomy support and well-being. The
research shed light on some external factors that teachers think prevent them
from providing autonomy support such as systemic requirements, limited
resources and inflexible structures. Ideologies concerning learning and school
practices played a larger role. The discourse shows that we need to bolster new
knowledge with teachers and students of the structures that can create
conditions for supporting students’ autonomy. The discourse which views
dissemination of knowledge as the main aim of education and an
ability-orientated school culture can hamper change and obstruct autonomy
support. The theoretical contribution of the study provides practical findings
for practising teachers and school managers and not the least those engaged in
teacher education.

Um doktorsefnið 

Ingibjörg V.
Kaldalóns fæddist árið 1968. Hún
lauk BA-prófi í stjórnmála- og félagsfræði
frá Félagsvísindadeild Háskóla Íslands árið 1993, meistaraprófi í aðferða- og
félagsfræði frá sömu deild árið 1996 og er einnig alþjóðlega vottaður
markþjálfi. Ingibjörg hefur starfað við rannsóknir og rannsóknarráðgjöf m.a.
hjá Félagsvísindastofnun HÍ, Rannsóknastofnun KHÍ og Menntavísindastofnun HÍ og
verið þátttakandi í nokkrum stórum samstarfsrannsóknum á Menntavísindasviði
Háskóla Íslands. Hún starfar nú við kennslu og rannsóknir á Menntavísindasviði.
Einnig starfar hún sjálfstætt við ráðgjöf, kennslu og skólaþróunarverkefni sem
snúa að starfsháttum í grunnskólum, lífsleikni og velfarnaði kennara og
nemenda. Ingibjörg á þrjú börn þau Unni, Margréti Stellu og Stefán Snæ
Kaldalóns.

30. október doktorsvörn Hrannar Pámadóttur

Hrönn Pálmadóttir ver doktorsritgerð sína í menntavísindum við Uppeldis- og menntunarfræðideild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands:

 Communities in play: Young preschool children’s perspectives on relationships, values and roles á íslensku Samfélag í leik:  Sjónarhorn ungra leikskólabarna á tengsl, gildi og hlutverk.

Athöfnin fer fram föstudaginn 30. október nk. kl. 13:00 í Hátíðasal Háskóla Íslands.

Andmælendur eru dr. Alison Clark prófessor Institute of Education, University of London, Englandi  og dr. Anette Sandberg prófessor Mälardalen University, Svíþjóð

Leiðbeinendur voru dr. Jóhanna Einarsdóttir, prófessor, Menntavísindasvið Háskóla Íslands meðleiðbeinandi dr. Eva Marianne Johansson prófessor,  University of Stavanger, Noregi. Auk þess sat í doktorsnefndinni dr. Sue Dockett, prófessor Charles Sturt University, Ástralíu

Dr. Ólafur Páll Jónsson, deildarforseti Uppeldis- og menntunarfræðideildar Menntavísindasviðs, stjórnar athöfninni.

 Allir velkomnir

13. október doktorsvörn Kristínar Norðdahl kl. 13 í Hátíðarsal Háskóla Íslands

Kristín Norðdahl ver doktorsritgerð sína
í menntavísindum við Uppeldis- og menntunarfræðideild Menntavísindasviðs
Háskóla Íslands:

The outdoor
environment in children’s learning
 

Útiumhverfið
í námi barna
 

 

Athöfnin fer fram þriðjudaginn
13. október nk. kl. 13.00 í Hátíðasal Háskóla Íslands.

Andmælendur eru dr. Margaret Kernan
forstöðumaður  Tilburg International
Child Development Initiatives (NGO), Leiden, Hollandi  og dr. Tim Waller, prófessor við Anglia
Ruskin Háskólann Bretlandi.

 

Leiðbeinendur voru dr. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,
aðalleiðbeinandi, prófessor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og meðleiðbeinandi dr. Jóhanna
Einarsdóttir prófessor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Auk þess sat í
doktorsnefndinni dr. Gunnhildur Óskarsdóttir dósent  við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

 

Dr. Ólafur Páll Jónsson, deildarforseti Uppeldis- og
menntunarfræðideildar Menntavísindasviðs, stjórnar athöfninni.

 Allir velkomnir

 

 

 

 

 

Þriðjudaginn
13. október nk. kl. 13.00 fer fram doktorsvörn frá Uppeldis- og
menntunarfræðideild  við
Menntavísindasvið, Háskóla Íslands. Þá ver Kristín Norðdahl  ritgerð sína  The outdoor environment in
children’s learning
á íslensku Útiumhverfið
í námi barna
.

 

 

Um verkefnið

Markmið
rannsóknarinnar var að rannsaka hlutverk útiumhverfis í námi barna. Í því skyni voru gerðar voru fjórar hlutarannsóknir. Í
fyrstu hlutarannsókninni var athugað hvað einkenndi orðræðu um hlutverk
útiumhverfis í námi barna í stefnuskjölum yfirvalda, bæði á landsvísu og í
einstökum sveitarfélögum. Í annarri hlutarannsókninni voru hugmyndir kennara um
hlutverk útiumhverfis athugaðar. Í þriðju hlutarannsókninni voru hugmyndir
barna og óskir um hvað þau vildu gera úti athugaðar. Í fjórðu hlutarannsókninni
var athugað hvernig kennarar notuðu útiumhverfið í námi barna.

Niðurstöðurnar
benda til að stefnumótendur, kennarar og börn meti útiumhverfi mikils sem
námsumhverfi. Fjögur meginþemu um hlutverk útiumhverfis í námi barna mátti sjá
í öllum hlutarannsóknunum. Útiumhverfið var álitið og notað sem staður til að:
(a) ýta undir leik og nám barna, (b) efla líkamlega og andlega vellíðan barna,
(c) taka áhættu og finna fyrir öryggi og (d) hafa áhrif á viðhorf barna til
umhverfisins. Á óvart kom þögn um útiumhverfi sem námsumhverfi skóla í lögum og
reglugerðum svo og áhersla sveitarfélaga á að ýta undir stolt íbúa af
umhverfinu. Einnig kom í ljós að umræðan um útiumhverfi tengdist ekki öllum
þeim þáttum sem taldir eru mikilvægir í námi barna, svo sem kyngervi þeirra,
mismunandi bakgrunni eða ólíkri getu þeirra.

 

About the project

The
aim of this research was to investigate the role of the outdoor environment. To
that end, four studies were conducted. Study 1 investigated discourse on the
role of the outdoor environment in children’s learning in policy documents,
both countrywide and on a municipal level. Study 2 investigated how teachers viewed
the role of the outdoor environment in children’s learning. Study 3 investigated
children’s views and preferences of the outdoor environment. Study 4 investigated
how teachers used the outdoor environment in children’s learning.

The
findings indicate that policy makers, teachers, and children see the outdoor
environment as having a high status as a learning environment. Four major
themes about the role of the outdoors could be identified across the four
studies. The outdoor environment was seen and used as a place: (a) to further
children’s play and learning; (b) to promote children’s physical and mental
well-being; (c) for children’s risk-taking and safety; and (d) to form
children’s views and attitudes towards the environment. It was surprising to
find a silence about the outdoor environment as a school-learning environment
in the legislative documents as well as the emphasis in municipalities’ policy
documents on local pride. Also it appeared that discussion regarding the
outdoor environment does not involve all aspects important in children’s
learning, such as gender, children’s diverse backgrounds, or abilities.

 

Um
doktorsefnið

Kristín Norðdahl
(f. 1956) starfar sem lektor við Kennaradeild Menntavísindasviðs Háskóla
Íslands. Viðfangsefni hennar í starfi og rannsóknum tengjast aðallega
náttúrufræðimenntun, umhverfismennt og menntun til sjálfbærni, sem og útinámi
og útikennslu. Kristín hefur Fil. cand. próf í líffræði frá Háskólanum í Lundi
í Svíþjóð og meistarapróf í menntunarfræðum frá Háskóla Íslands. Kristín hefur
reynslu af kennslu á grunn- og framhaldsskólastigi og hefur starfað við
kennaramenntun frá 1985, fyrst í Fósturskóla Íslands og síðar í Kennaraháskóla
íslands og á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í
rannsóknar- og þróunarstarfi í leik- og grunnskólum á sínu rannsóknarsviði.
Einnig hefur hún unnið að rannsóknar- og þróunarverkefnum með öðrum
kennaramenntunar-stofnunum á Norðurlöndum, Skotlandi, Nýja - Sjálandi og Ástralíu.

Kristín er gift Kristni Guðmundssyni, sjávarlíffræðingi, og
eiga þau börnin Snorra, Önnu Rúnu, Grím og Birki og fimm barnabörn, þau Önju
Kristínu, Lilju Maríu, Söru Helenu, Baldur Mána og Iðunni Heklu.