Doktorsnám á Menntavísindasviði

5.jpg


Doktorsnám við Menntavísindasvið HÍUmsjónarmaður doktorsnáms: Ólöf Garðarsdóttir olofgard@hi.is  525-5350

Verkefnastjóri doktorsnáms: Sólrún B. Kristinsdóttir (solrunb@hi.is), 525-5987

Doktorsnám á Menntavísindasviði er þvert á deildir. Í boði eru tvær námsleiðir:

  • Menntavísindi, Ph.D.,180-240 e (tímaritsgreinar eða ritgerð)
  • Menntavísindi, Ed.D., 180 e

Markmið doktorsnáms við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er að efla hæfni kandídata til að stunda sjálfstæðar vísindalegar rannsóknir og fræðastörf. Jafnframt hefur doktorsnám á sviðinu þann tilgang að efla íslenskar rannsóknir á sviði umönnunar, þjálfunar, uppeldis-, tómstundastarfs og menntunnar.

Doktorsnám við Menntavísindasvið byggist á eftirfarandi þáttum:

  • Námskeiðum í aðferðafræði
  • Öðrum námskeiðum til dýpkunar á því sérsviði sem neminn fjallar um. Þau námskeið eru valin í samráði við leiðbeinendur
  • Námsdvöl við erlendan háskóla. Við það er miðað að kandídat dveljist 2-6 mánuði við erlendan háskóla
  • Virkri þátttöku í fræðasamfélaginu. Kandídatar skulu verja einni önn hið minnsta við Menntavísindasvið HÍ
  • Doktorsverkefni

Skipan doktorsnáms og ráðning leiðbeinenda við vinnslu doktorsverkefna er ákveðin af umsjónarmanni doktorsnáms í samráði við doktorsráð..

Umsókn um doktorsnámí Háskóla Íslands

Upplýsingar um umsókn doktornáms á Menntavísindasviði