Doktorsnám á Menntavísindasviði

3.jpg


Doktorsnám við Menntavísindasvið HÍ

Doktorsnám á Menntavísindasviði er þvert á deildir. Í boði eru tvær námsleiðir:

  • Menntavísindi, Ph.D.,180-240 e (tímaritsgreinar eða ritgerð)
  • Menntavísindi, Ed.D., 180 e

Markmið doktorsnáms við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er að efla hæfni kandídata til að stunda sjálfstæðar vísindalegar rannsóknir og fræðastörf. Jafnframt hefur doktorsnám á sviðinu þann tilgang að efla íslenskar rannsóknir á sviði umönnunar, þjálfunar, uppeldis-, tómstundastarfs og menntunnar.

Skipan doktorsnáms og ráðning leiðbeinenda við vinnslu doktorsverkefna er ákveðin af umsjónarmanni doktorsnáms í samráði við doktorsráð.

Viðmið og kröfur um gæði doktorsnáms í Háskóla Íslands