Menntakvika; rannsóknir, nýbreytni, þróun

11.jpg

K202 og K204K202 kl. 9.00 - 10.30

SÍSL og PALS

Hulda Karen Daníelsdóttir  
Verkefnastjóri          

SÍSL verkefnið Sérfræðingateymi í samfélagi sem lærir     

                                                                      
Fjallað verður um SÍSL verkefnið sem fór formlega af stað með smiðjum fyrir sérfræðingateymi þess og kennara á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi á Akranesi og í Mosfellsbæ í september 2009. Bandarískir og íslenskir sérfræðingar sáu um kennslu og þjálfun í smiðjunum. Sagt verður frá tilkomu verkefnisins, þróun þess og markmiðum. Þátttakendur í verkefninu hafa fengið þjálfun í bestu leiðum (e. best practices) sem henta þykja öllum nemendum en ekki síst annars máls nemendum sem nema á tungumáli landsins sem þeir búa í. Um er að ræða PALS Peer-Assisted Learning Strategies sem í íslenskri þýðingu heitir Pör að læra saman, 6+1 Trait  ritunarnálgun sem hlotið hefur íslenska vinnuheitið 6+1 Vídd ritunar og SIOP The Sheltered Instruction Observation Protocol, en þjálfun í því hefst árið 2011.

Lilja Jóhannsdóttir
Grunnskólakennari        

Meðhöfundur: Anna-Lind Pétursdóttir, dósent, HÍ

PALS - Pör að læra saman, nú líka í íslenskum skólum  

Í erindinu verður fjallað um tiltekna nálgun að félagakennslu, Peer Assisted Learning Strategies (PALS) sem nefnt hefur verið Pör að læra saman á íslensku. PALS hefur skilað góðum árangri við að kenna nemendum að kenna hverjir öðrum lestur, stærðfræði og fleira.  Kynnt verður hvernig PALS hjálpar við að mæta mismunandi þörfum nemenda, ekki síst þeirra sem alast upp við fleira en eitt tungumál, og stuttlega verður fjallað um rannsóknir sem hafa staðfest góðan árangur af notkun PALS við kennslu.
Nokkrir kennarar í Varmárskóla, Lágafellsskóla, Ölduselsskóla og Grandaskóla sóttu námskeið sem haldið var í samstarfi skólaskrifstofu Mosfellsbæjar og SÍSL í september 2009. Fjallað verður um reynslu þessara kennara af því að nota PALS félagakennsluna við lestrarkennslu í 2.-6. bekk veturinn 2009-2010. Aðaláhersla þjálfunarinnar í 2.- 6. bekk er á lestrarfærni og lesskilning. Nemendur eru leiddir í gegnum þjálfunarferli sem tekur 4 vikur.  Á þeim tíma þjálfast þeir í paralestri og að gera endursögn, útdrátt og forspá. Eftir fjögurra vikna þjálfun heldur kennslan áfram í a.m.k. 12 vikur þar sem aðferðir PALS eru markvisst nýttar við lestrarkennsluna.

Gerður Pálsdóttir
Meistaranemi /sérkennslustjóri

Leikskóla PALS

Hópur fagfólks á leikskólum í Mosfellsbæ hefur verið að vinna að því  sl. vetur að þýða, staðfæra og  prufukeyra kennsluefnið Leikskóla PALS (Preschool Peer-Assisted Learning Strategies, Pre school PALS) sem  hluti af SÍSL verkefninu. Markmið verkefnisins er að fagfólk  verði meðvitað um mikilvægi læsis í sinni víðustu mynd. Markmiðið er einnig að innleiða PALS aðferðina í leikskólum Mosfellsbæjar.  Markmið með Leikskóla PALS vinnunni er að efla og bæta hljóðkerfisvitund leikskólabarnanna og undirbúa þau undir lestrarnám með  markvissum hætti. Með PALS aðferðinni er einnig unnið með aðra þroskaþætti.
Leikskóla PALS er kennsluaðferð í hljóðkerfisvitund og lestrarkennslu þar sem nemendur kenna/þjálfa hvern  annan á jafningjagrundvelli.  PALS er viðbót við hefðbundna lestrarkennsluaðferðir að því leyti að  nemendur  vinna í pörum með mismunandi hlutverk. Hver kennslustund varir í um 15-20 mínútur þrisvar sinnum í viku.  Hver kennslustund samanstendur af innlögn frá kennara, einstaklingsverkefni og samvinnuverkefni.  Kennslustundirnar byrja á einfaldan hátt en þyngjast eftir því sem á líður. Í byrjun er kennd áhersla á að efla  hljóðkerfisvitund og að tengja saman bókstafi og hljóð þeirra, en síðan er kennt að tengja saman hljóð og orð.  Að lokum er unnið að því að festa vitneskjuna í sessi. Lögð er áhersla á hæfilega endurtekningu og upprifjun í  öllum kennslustundunum.

Borghildur Sigurðardóttir
Grunnskólakennari

Meðhöfundur: Edda Einarsdóttir

Kynning á 6+1 Vídd ritunar    

Í erindinu verður fjallað um 6+1 Víddarnálgun (e. 6+1 Trait) í ritunarnámi og –kennslu. Sjö víddir ritunar verða kynntar en þær eru rödd (e. voice), flæði í texta (e. sentence fluency), orðaval (e. word choice), hefðir í stafsetningu og málfræði (e. conventions), hugmyndavinna (e. ideas), skipulag (e.organization) og framsetning (e. presentation). Einnig verður fjallað um erlendar rannsóknir sem sýna fram á gagnsemi nálgunarinnar en auk þess miðla starfandi kennarar á grunn- og framhaldsskólastigi af reynslu sinni af 6+1 Vídd ritunar (e. 6+1 Trait).

K204 kl. 9.00 - 10.30  

English in Iceland at primary, secondary and tertiary level

Anna Jeeves
Doktorsnemi, HÍ

English at secondary school: Perceptions of relevance

"This study explores the question of perceived relevance of secondary school English studies in Iceland. Little  work has been done on the role and nature of relevance in language learning and its relationship to  recognized concepts such as motivation, autonomy, self-concept, self-efficacy, and international orientation.
The focus is on the experience of students and young people, and on acknowledging the voices of language  learners themselves. Through semi-structured interviews, beliefs and attitudes of secondary school students  towards English and English secondary school studies are investigated, along with the perceived relevance of  these studies to their future identity as English users (L2 Self), and their language needs outside the  classroom in the present and the future. Interviews with university students and young employees´ explore a  retrospective view of beliefs of how secondary-school English studies have proved relevant to their  individual situations.
In this lecture, preliminary analysis will be discussed. This indicates a positive view of English at secondary  school and a wide spectrum of actual present and anticipated future relevance. Many students, however,  appear to seek a near-native speaking and reading competence that is beyond the level traditionally provided  by most secondary schools in Iceland.

Ásrún Jóhannsdóttir
Doktorsnemi, HÍ            

English at primary school: Exposure and vocabulary of 4th grade students     
This study is based on the observation that in recent years the status of English in Iceland is perceived as a  ‘lingua franca’ due to increased exposure, professional usage and perceived levels of general proficiency. At  the same time, it has been suggested that the English proficiency of 8-9 year old children starting 4th grade  exceeds the actual learning objectives for that level as proposed by the National Curriculum Guidelines.
The focus of this study is to explore 4th grade students’ attitude towards English and examine which  contributing factors affect their motivation for learning English, specifically learning English vocabulary, and  to map out their actual English proficiency at the onset of instruction. This study has its theoretical basis in  research of motivation, age-related studies, and vocabulary acquisition.
In this paper, results from a second pilot study will be introduced.  Data was collected through a survey,  vocabulary tests and semi-structured interviews. Preliminary results point to diverse competence and diverse  exposure within a similar educational environment. In addition, it is suggested that 4th grade students in  Iceland see their future selves as general users of foreign languages, particularly English, irrespective of the  level of English exposure, motivation and lexical knowledge.

Birna Arnbjörnsdóttir
Prófessor, HÍ              

Coping with English at Tertiary Level: Students’ Surveys   

The purpose of the research project presented here is to explore views and preparation of  university students’  ability to master the curriculum at the University of Iceland, 90% of which  is in English. Lack of proficiency in English may be an important factor contributing to the  dropout rate at the University. The fact that Icelandic students graduate from secondary school  proficient in colloquial English contrasts seriously with the language demands made of those  students once at University where students must rely on academic language skills rather than  general proficiency skills in conversational English. Data was collected through electronic  surveys of all students at the University of Iceland. In this paper preliminary findings from  these surveys and their implications will be presented.

Hafdís Ingvarsdóttir  
Prófessor, HÍ     

Coping with English at Tertiary Level: Teachers’ Surveys

For some years now, the faculty of the English Department has recognized that the English skills of students  entering the program have been shifting from competencies in reading and writing that earlier characterized  students’ proficiency to current students’ better facility with oral language expression, especially with  regards to informal conversational language proficiency. The same may be true for other departments. This  has implications for instruction and presentation of the curriculum. This study presents results of surveys of  all teachers at the University of Iceland that investigated (1) to what extent teachers perceive that they are  prepared to meet increased demands for using academic English in their courses and (2) what effects it may  have on the quality of their academic work and that of their students.  

K202 kl. 11.00 - 12.30

Rannsóknarstofa í kennslufræði

Jónína Vala Kristinsdóttir
Lektor, HÍ    

Samfélag kennara sem hvetur til ígrundunar um nám barna     

Í erindinu  verður fjallað um rannsókn á samstarfi bekkjarkennara á miðstigi um stærðfræðinám barna.  Markmið hennar var að greina hvernig ígrundun á eigin starfi, í samfélagi við aðra, getur leitt til þróunar  kennsluhátta þar sem öllum nemendum eru skapaðar forsendur til merkingarbærs stærðfræðináms.  
Fylgst var með hópi kennara um tólf ára skeið og gögnum safnað með viðtölum við þá og athugunum í  kennslustofum þeirra. Samvinna kennaranna spratt af áhuga þeirra á að greina hvernig nemendur þeirra takast  á við stærðfræðinám. Þeir hittust reglulega og ræddu saman um kennslu sína og hvernig nemendur þeirra  leystu þau verkefni sem lögð voru fyrir þá.
Meginniðurstöður eru þær að það markvissa samstarf sem þróaðist í kennarahópnum leiddi til breyttra  kennsluhátta og viðhorfa kennaranna til þess hvernig börn læra stærðfræði. Greining þeirra á styrkleikum  nemenda auðveldaði þeim að koma til móts við þarfir ólíkra barna og velja viðfangsefni sem allir nemendur  geta unnið saman að, hver á sínum forsendum.

Jóhanna Karlsdóttir
Lektor, HÍ       

Hvernig látum við þúsund blóm blómstra. Skipulag og framkvæmd í skóla án aðgreiningar      

Skóli án aðgreiningar er hluti af menningarþróun, straumum og stefnum menntakerfis og menntastofnana sem bregðast við margbreytileika nemenda og meta þá að jöfnu. Námskrá og skipulag náms og kennslu er í brennidepli og áhersla lögð á námsaðstöðu, námsferli og námsárangur. Nemendur eru viðurkenndir á sínum forsendum, eru virkir og vinna saman. Litið er á fjölbreyttan nemendahóp sem sjálfsagðan og verðugt verkefni en ekki vandamál.
Í erindinu er greint frá fyrstu niðurstöðum rannsóknar á hvernig grunnskólar framkvæma yfirlýsta stefnu sína um skóla án aðgreiningar. Rannsóknin byggir á aðferðum eigindlegra rannsóknaraðferða. Gögnum er safnað um reynslu og sjónarhorn þeirra sem starfa í grunnskólum eða njóta þjónustu þeirra.
Hún er framhald rannsóknar sem var gerð á stefnumörkun grunnskóla um skóla án aðgreiningar í fjórum stærstu sveitarfélögum landsins.
Markmiðið er að öðlast heildstæðan skilning á því hvernig skóli án aðgreiningar, sem tekur tillit til allra nemenda, óháð getu þeirra, færni eða hæfileikum er skipulagður og hvernig kennarar ná að bjóða upp á fjölbreytt nám sem tekur mið af þekkingu, færni, áhuga og þroska nemenda sinna.

Hafdís Guðjónsdóttir
Dósent, HÍ

Skóli án aðgreiningar í kennaramenntun      

Íslensk lög um grunnskóla og aðalnámskrá grunnskóla byggja á hugmyndum um skóla án aðgreiningar.  Markmiðið er árangursríkt nám sem tekur mið af gildum réttlætis og mannréttinda, margbreytileika nemenda,  ólíkum þörfum þeirra og hæfileikum. Gengið er út frá því að skóli án aðgreiningar sé ferli sem er í stöðugri  þróun en það kostar breytingar á skólakerfinu. Kennarar eru lykilaðilar í þróunarferlinu, en hvernig eru þeir í  stakk búnir til þess?
Hópur sem samanstendur af rannsakendum frá 30 Evrópulöndum skoðar hvernig staðið er að menntun og  undirbúningi kennara og kennaranema til að efla færni þeirra við að mæta þörfum fjölbreyttra nemendahópa.  Markmiðið er að fá yfirsýn yfir hvernig staðið er að þessu í Evrópu. Íslendingar eru þátttakendur og rannsaka  kennaramenntunina hér á landi.
Rannsóknin er eigindleg. Kennsluskrá Menntavísindasviðs Háskóla Íslands hefur verið skoðuð og farið yfir allar  námskeiðslýsingar Kennaradeildar og  meistaranáms í Uppeldis- og menntunarfræði. Spurningalistar voru  sendir til allra kennara við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og þeir beðnir að lýsa hvort og /eða hvernig  fjallað er um skóla án aðgreiningar í námskeiðum.
Í erindinu verður greint frá niðurstöðum rannsóknarinnar hér á landi. Fyrsta greining bendir til að á mörgum  námskeiðum sé miðað við kennslu fjölbreyttra nemendahópa þó orðalagið nám án aðgreiningar sé ekki alltaf  notað.

Erla Kristjánsdóttir
Lektor, HÍ  

Jákvæð sálarfræði, velferð og lífsleikni:    
Hvernig má nota jákvæða sálarfræði til að stuðla að velferð barna og unglinga?

Þetta erindi byggist á rannsókninni Hvernig ert þú klár? sem ég gerði 2006 en tilgangur hennar var að kanna  hugmyndir unglinga um eigin hæfni og greind. Í úrtakinu voru 318 nemendur í 10. bekk og niðurstöður gáfu til  kynna að 28,4% þeirra höfðu litla trú á eigin getu og hæfni. Þessar niðurstöður vöktu mig til umhugsunar um  velferð og líðan þeirra nemenda sem kveðja grunnskólann með brotakennda sjálfsmynd. Þetta er ekki íslenskt  fyrirbæri, árið 2005 lýsti Alþjóðaheilbrigðisstofnunin því yfir að andleg velferð barna og unglinga eigi að vera  meginviðfangsefni fagmanna í skólamálum og stefnumótun þeirra. Margar spurningar vakna um hvernig megi  standa að verki og mun ég varpa nokkrum fram í þessu erindi og leita svara, einkum hjá jákvæðri sálarfræði.  Á  síðustu áratugum hefur jákvæð sálarfræði  (positive psychology) verið að ryðja sér til rúms og mikil gróska er í  rannsóknum á áhrifum jákvæðni og styrkleika á velferð, farsæld og vellíðan barna og fullorðinna. Niðurstöður  margra þessara rannsókna sýna hve nauðsynlegt er að viðurkenna gagnvirkni tilfinninga og vitsmuna og fjalla  um og styrkja þá þætti sem mynda  jákvæða sjálfsmynd. Niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið á  vegum WHO sýna einnig hvaða áhrif vönduð lífsleiknikennsla getur haft.

K204 kl. 11.00 - 12.30

Rannsóknarstofa um nám og kennslu erlendra tungumála og annars máls

Michael Dal
Lektor, HÍ       

Nýsköpun í tungumálanámi – Digital video streaming   

Í erindinu verður fjallað um kenningar um tengsl tungumálanáms og myndbandagerðar. Stuðst er við evrópska rannsókn og þróunarverkefnið DIVIS þar sem unnið hefur verið að að búa til kennsluleiðbeiningar fyrir  tungumálakennara á grundvelli rannsóknar um notkun myndabandagerðar í tungumálakennslu.  Í erindinu  verður kynnt rannsókn sem hefur verið framkvæmd meðal tungumálakennara í Evrópu. Í framhaldinu verður fjallað um læsi og upplýsingatækni og hvernig færni í tjáskiptum á erlendu máli krefst nýrra vídda því börn og  unglingar eru ‚digital natives‘.  Einnig verður reynt að flokka og greina dæmi um myndbandagerð og í  framhaldi af því rætt hvaða verkefnategundir eru líklegri til að bæta kunnáttu og færni nemenda á erlenda  tungumálinu.

Samúel Lefever
Lektor, HÍ

Hvernig læra íslensk börn ensku? - Niðurstöður úr rannsókn    

Kynntar verða niðurstöður úr rannsókn sem hefur að markmiði að kanna enskukunnáttu barna áður en  formlegt enskunám þeirra hefst. Eldri rannsóknir hafa sýnt að íslenskt börn eru almennt vel fær um að skilja  einfalt enskt talmál, en lítið er vitað um hvort skilningur þeirra á ensku nær til annarra færniþátta. Gögnum var  safnað í fimm skólum á suðvestur horninu meðal 8 og 9 ára barna. Kannaður var les- og hlustunarskilningur  nemenda á ensku. Einnig voru tekin einstaklingsviðtöl við nemendur til að kanna samtalsfærni þeirra á ensku.  Að auki voru foreldrar þeirra nemenda sem sýndu mestu samtalsfærni beðnir að lýsa með hvaða hætti þeir  höfðu lært ensku.
Niðurstöðurnar sýna að mörg börn eru byrjuð að skilja einfalt enskt talmál mjög ung að aldri og nokkur fjöldi  þeirra getur tekið þátt í einföldum samtölum á ensku. Þau ráða að verulega leyti við mörg markmið  Aðalnámskrár grunnskóla í ensku áður en formlegt enskunám hefst. Áhugi barnanna á að læra ensku er mikill  og aðgengi að ensku í daglegu umhverfi þeirra er töluvert. Þetta tvennt er oftast nefnt af foreldrum sem  skýring á því hvernig börnin þeirra hafi lært ensku.

Robert Berman
Dósent, HÍ            

The English Cognitive Academic Language Proficiency of Icelandic students, and how to improve it

English is often described as being almost a “second language” in Iceland, as opposed to a “foreign language”  like German or Chinese.  Certainly in terms of Icelandic students’ Basic Interpersonal Communication Skills  (BICS), English does indeed seem to be a second language.  However, in terms of many Icelandic students’  Cognitive Academic Language Proficiency (CALP)— the language skills required for success in  school—evidence will be presented suggesting that there may be a large number of students who have  substantial trouble utilizing these skills. Whether the second language status of English in Iceland should be  impacted by any CALP “deficit” on the part of a large number of students will be discussed, as will long-term  educational solutions to alleviate this apparent language problem. All of this will be presented within the  context of academic literacy.

Haukur Freyr Gylfason
Aðjúnkt, HÍ

Meðhöfundar: Pilar Concheiro og Anna Mjöll Sigurðardóttir      

Hefur stutt fésbókarinngrip í dönskukennslu áhrif á lesskilning, málfræði og ritun umfram hefðbundið nám?   

Kannað var hvort hægt væri að hafa áhrif á lesskilning, málfræði og ritun nemenda í 10. bekk í dönsku með því  að kenna hana á fésbók (Facebook).  Þátttakendur voru nemendur í 10. bekk tveggja grunnskóla á  höfuðborgarsvæðinu þar sem sama námsefni var kennt og áhersla í yfirferð svipuð.  Í tilraunahópi var danska  kennd í 7 vikur með verkefnum í gegnum fésbók en samanburðarhópur var notaður til samanburðar.  Fésbókarkennslan var ekki hrein viðbót heldur var dregið úr hefðbundinni kennslu á meðan.  Lögð voru fyrir  12 verkefni á fésbók sem æfðu ritun, lestur og málfræði.  Próf voru lögð fyrir alla nemendur fyrir og eftir  kennslu á fésbók (bæði tilrauna- og samanburðarhóp) þar sem lesskilningur, málfræði og lesskilningur  voru  prófuð. Niðurstöður voru þær að ekki reyndist vera munur á hópum.    

K202 kl. 13.30 - 15.00  

Rannsóknarstofa í kennslufræði  

Meyvant Þórólfsson
Lektor, HÍ

Náttúruvísindi fyrir alla

Náttúruvísindi (náttúrufræði) hafa þekkst sem námssvið í almennum námskrám á Vesturlöndum frá miðri 19.  öld. Mestan þann tíma hafa átök um áherslur m.a. helgast af tveimur meginsjónarmiðum; annars vegar er  áherslan á náttúruvísindi fyrir útvalinn hóp nemenda sem hyggst stunda framhaldsnám í náttúruvísindum  (exclusive science curriculum), hins vegar áherslan á náttúruvísindi fyrir alla (inclusive science curriculum).  Síðara sjónarmiðinu hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin 30 ár, en hugmyndin um náttúruvísindi fyrir alla  hefur þó í raun tekið mið af báðum þessum sjónarmiðum.
Þetta var einmitt raunin í hinni þekktu, bresku skýrslu, Beyond 2000. Þar voru settar fram hugmyndir um  námskrá í náttúruvísindum, sem myndi mæta þörfum allra nemenda í skyldunámi við upphaf nýrrar aldar  (Millar & Osborne, 1998). Með það í huga reyndu höfundar skýrslunnar að svara fjórum meginspurningum:  Hvað hefur heppnast vel og hvað ekki í náttúrufræðimenntun fram til þessa? Hvers konar menntun á sviði  vísinda hæfir öllu ungu fólki nú á dögum? Hvers eðlis er hin dæmigerða námskrá fyrir alla? Hvers konar  álitamál eða vandamál fylgja innleiðingu slíkrar námskrár og hvaða leiðir eru færar til að yfirstíga slík  vandamál?
Í erindinu er greint frá rannsókn á þætti náttúruvísinda í skyldunámi hérlendis með hliðsjón af hugmyndinni  um náttúruvísindi fyrir alla. Inntak opinberra námskráa fyrir skyldunám var rannsakað og texti þeirra greindur  með hliðsjón af framangreindum fjórum spurningum.

María Steingrímsdóttir
Lektor, HA    

Meðhöfundur: Birna María Svanbjörnsdóttir, sérfræðingur hjá Miðstöð skólaþróunar við HA       

Er söguaðferðin leið til að mæta mismunandi þörfum nemenda íeinstaklingsmiðaðri  kennslu? 

Í erindinu  verður fjallað um hugmyndafræði söguaðferðarinnar og einstaklingsmiðaðrar kennslu.  Greint  verður frá fræðilegum grunni, mismunandi námskenningum, þróun og einkennum  og  velt upp  sameiginlegum kennslufræðilegum flötum.  
Haustið 2009 vann hópur kennara  á námskeiði að því að leita leiða til að mæta mismunandi þörfum nemenda  undir yfirskriftinni: Er söguaðferðin  leið til að mæta mismunandi þörfum nemenda  í einstaklingsmiðaðri  kennslu?
Á námskeiðinu var unnið út frá einum söguramma þar sem kennslufræðilegum atriðum var fléttað inn í  vinnuna og kennarar fengu þjálfun í að vinna með. Unnið var í sérfræðingahópum, lesnar fræðigreinar um  viðfangsefnið og umræða og ígrundun  um kennslufræðileg sjónarmið fléttað inn í jafnóðum. Lögð var áhersla á  þá möguleika sem söguaðferðin gefur á samþættingu námsgreina, fjölbreytni, sveigjanleika og aðlögun  námsefnis að ólíkum þörfum og áhuga nemenda eins og einstaklingsmiðaðir kennsluhættir gera ráð fyrir.
Sameiginleg niðurstaða eftir þessa vinnu var að söguaðferðin fellur vel að hugmyndafræði um  einstaklingsmiðaða kennslu sem leggja mætti áherslu  á að þróa enn frekar.

Halldóra Kristín Magnúsdóttir
Aðstoðarskólastjóri                    

Bright Start, Námsefni og kennsluaðferðir sem móta góðan skólabrag         

Bright Start, vitræn námskrá fyrir ung börn, er nýtt námsefni á Íslandi.  Áhersla er á markvissa þjálfun vitrænna ferla hjá börnum.  Námsefnið var þýtt og staðfært árið 2004 og tilraunakennt í tveimur skólum á árunum 2004 – 2006.  Hér er greint frá rannsókn þar sem er fylgst með Bright Start kennslunni ásamt því að gerð var úttekt á frammistöðu barnanna í völdum þáttum, fyrir og eftir Bright Start kennsluna.   
Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hvort Bright Start kennslan skilar meiru en önnur kennsla hvað varðar þróun hugsunarferla svo sem ályktunarhæfni og hugtakanotkun, aukinn námsárangur og áhuga nemenda.  Í rannsókninni er einnig fylgst með kennurum í breytingastarfi, skoðað er hvaða þættir reyna á þátttakendur, hvað skiptir máli og hvernig best er að standa að málum til að festa breytingar í sessi. Rannsóknin var byggð á tveimur rannsóknaraðferðum, prófum og rýnihópum og var gögnum safnað á árunum 2004 – 2006.  Rannsóknin er samanburðarrannsókn þar sem frammistaða Bright Start nemenda er borin saman við frammistöðu nemenda sem ekki hafa fengið slíka kennslu.
Helstu niðurstöður eru þær að marktækur munur, Bright Start nemendunum í hag, kom fram á Told málþroskaprófi og í stærðfræði.  Ekki kom fram marktækur munur á greindarprófum en í rýnihópum komu fram sterkar vísbendingar um að Bright Start hafi umtalsverð áhrif á valda þætti grunnhugsunar.  Strax í upphafi myndaðist grunnur að tungumáli sem kennarar og nemendur notuðu í samskiptum sín á milli allan veturinn. Að mati þátttakenda var auðveldara að styrkja og viðhalda áhuga nemendanna. Þeir tóku eftir framförum nemenda í samskiptum, meiri sjálfsstjórn, auknu sjálfstæði og aukinni færni nemenda til að greina vandamál.  
Samstarf var að mati þátttakenda lykill að því að ná árangri í breytingastarfi. Til þess að festa breytingar í sessi, var lögð mest áhersla á sameiginlegan undirbúningstíma allra þeirra sem koma að breytingastarfi. Vandamál eru óumflýjanleg í breytingastarfi og í glímunni við þau sáu þátttakendur tækifæri til að þróa og bæta starf sitt. Einnig var lögð áhersla á kynningu og leiðbeinandi þátttöku foreldra.  

Birna María Svanbjörnsdóttir
Doktorsnemi, HÍ og sérfræðingur hjá Miðstöð skólaþróunar, HA          

Forysta til náms í nýjum skóla

Meginhlutverk og lokamarkmið alls skólastarfs er að veita nemendum góða, alhliða menntun í samræmi við  þarfir þeirra. Rannsóknir á sviði skilvirkni skóla sýna að forysta skólastjórnenda hefur mikið um námsárangur  nemenda að segja og að skólar sem taldir eru hafa náð góðum árangri  á þessu sviði hafa skýra sýn og  námssamfélag sem einkennist af faglegri samvinnu, samábyrgð og virkri þátttöku allra innan skólans.
Haustið 2009 fór af stað þriggja ára starfendarannsókn í samvinnu rannsakanda og skólastjórnenda nýs  grunnskóla í þéttbýli. Í rannsókninni er leitast við að skilja hvað felst í forystu og skólastjórnun með það að  markmiði að koma á forystu til náms þar sem lögð er áhersla á að dreifa valdi og áhrifum meðal starfsfólks  með áherslu á nám sem stuðlar að námssamfélagi og árangursríku námi nemenda. Farnar eru mismunandi  leiðir til gagnaöflunar, t.d. tekin viðtöl, gerðar vettvangsathuganir, unnið í leshringjum, ígrundað og skráð.  Fyrsta ár rannsóknarinnar fór í að kynnast aðstæðum, gera þarfagreiningu, skilgreina hugtök og útbúa  framkvæmdaáætlun til að vinna eftir. Mikil áhersla var lögð á að ráða inn áhugasamt og fjölhæft fólk til  skólans og vísbendingar eru um að forsendur séu til að móta þar samfélag náms og samvinnu.
Í erindinu verður sagt frá því hvernig rannsóknin hefur farið af stað, fyrstu niðurstöðum og næstu skrefum.

K204 kl. 13.30 - 15.00  

Tungumálatorgið

Brynhildur Anna Ragnarsdóttir
Deildarstjóri í Tungumálaveri  

Meðhöfundur: Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir

Hugmyndafræði Tungumálatorgsins: efni og netsamfélög

Tungumálatorgið er íslenskt þróunarverkefni sem hóf göngu sína vorið 2010 með stuðningi frá  Menntamálaráðuneyti, Menntavísindasviði HÍ, Menntasviði Reykjavíkurborgar, fagfélögum tungumálakennara, einstaklingum og Vinnumálastofnun.
Markmiðið með Tungumálatorginu er að tryggja nemendum þann jöfnuð sem þeir eiga rétt á samkvæmt  lögum. Leiðir að því eru að koma betur á framfæri efni sem unnið hefur verið fyrir opinbera styrki á undanförum  árum; samnýta efni, þekkingu, reynslu og fjármuni; efla kennara í starfi með gagnvirku samstarfi, góðum  fyrirmyndum og hagnýtu stoðefni. Verkefni sem kynnt verða sýna starfsemi og möguleika TMT frá ýmsum  hliðum: sjónarhorni upplýsingatækni og miðlunar í menntun; náms og kennslu erlendra tungumála; þjónustu  við hópa foreldra barna af ólíku þjóðerni í íslenskum skólum, íslensku sem annars máls og íslensku fyrir íslensk  börn erlendis.

Emilia Mlynska
Kennsluráðgjafi í pólsku

Meðhöfundar: Brynhildur Anna Ragnarsdóttir og Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir

Vettvangur ólíkra menningarheima í íslensku skólasamfélagi

Sagt verður frá dæmi um hvernig hægt er að miðla upplýsingum um íslenskt skólastarf um netið til foreldra  barna af erlendum uppruna: t.d. um skóladagatal, innritun í tómstundastarf, umgengni við mentor, móðursöfn  bóka og rita, stoðefni tengt námsgreinum, stöðupróf við upphaf framhaldsskóla o.fl. Upplýsingum er miðlað í  mæltu máli, myndböndum, myndum og útprentanlegum texta á viðkomandi tungu. Sýnd verða dæmi úr  pólsku, spænsku og ítölsku.
Starfsfólk skóla á oft í erfiðleikum með að koma til skila mikilvægum upplýsingum er varða ýmsa þætti  skólastarfsins. Kallaðir eru til túlkar til að byggja brýr milli menningarheimanna. Á Tungumálatorginu er  ætlunin að skapa gagnvirkt samfélag foreldra sem býður upp á vettvang til að miðla upplýsingum frá skólasamfélaginu og veittur er gagnvirkur jafningjastuðningur um málefni sem á  foreldrum brenna. Þar verður fyrirspurnum svarað af einstaklingum/foreldrum sem þekkja til íslensks  skólastarfs og eru af sama uppruna og fyrirspyrjandinn. Með gagnvirku neti þeirra sem í hlut eiga er stutt við  öryggið sem samskiptin við samlanda geta skapað. Skoðanaskipti um hag barnanna, upplýsingar og skýringar á  því sem kemur spánskt fyrir sjónir, sem veittar eru á eigin tungu, skapar öryggistilfinningu hjá börnum og  foreldrum og gerir foreldrasamfélagið, þótt dreift sé, samábyrgt fyrir velferð barnanna í nýju landi.

Þorbjörg Halldórsdóttir

Meðhöfundar: Selma Kristjánsdóttir og Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir

Vettvangur íslensku á Tungumálatorgi

Sagt verður frá vettvangi þeirra er tengjast kennslu íslensku sem annars máls á öllum skólastigum og í  fullorðinsfræðslu. Upplýsingamiðja, efnisvefir og netsamfélag.
Íslenska fyrir fullorðna innflytjendur er kennd um land allt og á mörgum stöðum eru kennarar einangraðir og  ekki í markvissum samskiptum við aðra kennara í sama fagi. Enn fremur eru fáir möguleikar á endurmenntun í  faginu. Lifandi vettvangur á netinu þar sem kennarar geta sótt sér ráðgjöf, skipst á hugmyndum og efni er afar vænlegur kostur.
Greint verður frá samfélagi kennara sem kenna íslensku fyrir fullorðna. Næsta vetur er gert ráð fyrir að  sjálfboðaliðar frá hverri símenntunarstöð / fræðslustofnun verði virkir þátttakendur á Tungumálatorginu.  Hlutverk hópsins verður að móta samstarfsvettvanginn á forsendum sinnar stofnunar og gera torgið að  eftirsóknarverðum vettvangi fyrir íslenskukennara.
Íslenska erlendis
Sagt verður frá netsamfélagi á Tungumálatorginu fyrir alla þá er koma að íslenskukennslu barna með íslenskar  rætur erlendis. Einkum er miðað við stuðning við samstarf kennara er sinna formlegri staðbundinni kennslu  sem fram fer á Norðurlöndum og í stærstu borgum Mið-Evrópu. Foreldrar eða aðrir ættingjar fái einnig aðgang  að upplýsinga- og stuðningsefni.

Dagný  Reynisdóttir
Grunnskólakennari 
Meðhöfundur: Brynhildur Anna Ragnarsdóttir

Vettvangur norrænna mála á Tungumálatorgi 
Danska 

Sagt verður frá góðum fyrirmyndum í dönskukennslu sem er að finna á Tungumálatorginu bæði í  byrjendakennslu og á unglingastigi; öðrum aðferðum við námsmat á unglingastigi; próéktlýsingum sem henta  vel nemendum í breiðum hópi í efri bekkjum grunnskóla og hvernig fylgt verður eftir góðum ráðum og  verkefnum danskra farkennara í íslenskum skólum. Sagt verður frá uppbyggingu samfélags kennara í dönsku. Hugmyndir eru uppi um að skora á kennara frá öllum  landshornum um að leggja inn efni og vera virkir þátttakendur í gagnkvæmri ráðgjöf og upplýsingamiðlun til  fagsamfélagsins. Þar gegna einstaklingar og Félag dönskukennara á Íslandi lykilhlutverki. Norska og sænska Sagt verður frá uppbyggingu netsamfélags starfandi kennara í norsku og sænsku á Íslandi, en mjög er misjafnt  hvaða faglegan bakgrunn þeir hafa. Lögð er áhersla á að kennsluráðgjafar í Tungumálaveri setji inn upplýsingar  um valið efni, sem tengist áherslum almanaksárs, skólaárs og viðburða í Noregi og Svíþjóð. Vonast er eftir  ákveðinni sjálfbærni í samfélaginu eftir því sem á líður í kjölfar kynningarfunda með þeim kennurum er nýta  sér ráðgjafarþjónustu kennsluráðgjafanna.

K202 kl. 15.30 - 17.00 

Kennarinn og miðlun

Halla Jónsdóttir
Aðjúnkt við HÍ

Af hverju kennaranám?

Í fyrirlestrinum er fjallað um niðurstöður rannsóknar sem gerðar voru meðal grunnskólakennaranema og  leikskólakennaranema sem voru að hefja nám á Menntavísindasviði haust 2009 og vor 2010. Rannsóknin meðal  grunnskólakennaranema var gerð á öllum Norðurlöndunum samtímis, en á Íslandi var einnig rannsakað viðhorf  leikskólakennaranema á Menntavísindasviði. Spurt var um viðhorf þeirra til námsins og þeirra starfa sem þau eru að  mennta sig til. Þrátt fyrir að þau telji kennarastarfið illa launað og ekki metið sem skyldi, eru niðurstöðurnar skýr vísbending um að nemendur líta svo á að þau séu að mennta sig til mikilvægra starfa fyrir samfélagið og að í kennarastarfinu felist möguleikar til persónulegs þroska. Haust 2009 var einnig lögð könnun fyrir  framhaldsskólanema í einum framhaldsskóla og þau spurð um val sitt á menntun eftir stúdentspróf og viðhorf  þeirra til kennaramenntunar. Gerð verður grein fyrir niðurstöðum úr rannsókn allra þriggja hópanna og þær  síðan bornar saman. Hér eru mikilvægar upplýsingar varðandi framtíðaruppbyggingu á kennaranámi og rök fólks fyrir vali á námi.

Lilja M. Jónsdóttir
Lektor, HÍ       

„Ég vil verða farsæll kennari“ – Að nota narratífu í kennararannsókn    

Í erindinu verður sjónum beint að rannsóknaraðferð sem á ensku kallast narrative inquiry eða narratífa eins og  ég kýs að nefna hana á íslensku. Rætt verður um hvernig ég hef notað þessa rannsóknaraðferð í tengslum við  langtímarannsókn mína á byrjendum í grunnskólakennslu sem er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Fylgst  hefur verið með reynslu þessara kennara í gegnum linsu narratífunnar í fimm ár út frá lykilhugmyndinni um  það hvernig þeim gengur að verða sá kennari sem þeir hugsuðu sér við útskrift úr kennaranámi; þ.e. hvernig  nýliðar í kennslu móta og þróa sjálfsmynd sína og ímyndir um kennslu og hvernig hin persónulega og hagnýta  reynsla þeirra hefur þróast. Narratífan er tiltölulega ný rannsóknaraðferð innan eigindlegra rannsókarhefða  almennt en þó sérstaklega í menntarannsóknum. Connelly og Clandinin, tveir kanadískir fræðimenn sem hafa  verið afar afkastamikil í menntarannsóknum- og skrifum, halda því fram að þau hafi verið fyrst til að nota  hugtakið narrative inquiry á sviði menntarannsókna (Connelly og Clandinin, 1990). Með því að nota narratífu  öðlast rannsakandinn sérstaka sýn á mannlega reynslu en þau segja að þessi aðferð sé eins konar hlið inn í  reynsluna og skilning á henni. Með því að kennararnir segja og endursegja sögur úr sinni kennslu er athugað  hvernig þeir skilja reynslu sína og þannig viðurkennt að það hvernig fagnám og fagvitund lærist og þróast  „...byggir á fyrri reynslu einstaklingsins, núverandi tilgangi og framtíðaráformum“ (Beattie, 2007). Auk þess er  litið svo á að „...kennarar öðlist nánari innsýn í og skapi nýja þekkingu og skilning [á kennslu sinni] þegar þeir  taka þátt í markvissri rannsókn á starfi sínu“ (Beattie, 2007). Niðurstöður rannsóknar minnar styðja m.a. við  þetta. Í rannsókn minni og gagnagreiningu nýti ég fyrst og fremst hugmyndir, hugtök og skilgreiningar  Connellys og Clandinin á narratífu en þau segja að þessi aðferð krefjist samvinnu rannsakandans og  þátttakenda um nokkurn tíma, á nokkrum stöðum og í félagslegu samhengi við umhverfið (2000).

Salvör Gissurardóttir
Lektor, HÍ

Samvinnuskrif

Lýst er starfendarannsókn þar sem markmiðið er að skrifa greinar sem tengjast ferðamannastöðum og íslenskri náttúru á íslensku og ensku wikipedia. Greind eru athafnakerfi í wikipedia samfélagi og sérfræðingasamfélagi  miðað við menningar- og sögulega starfsemiskenningu (Activity Theory).

K204 kl. 15.30 - 17.00

Miðlun og sköpun

Hlynur Helgason
Kennari  

Sköpun sem fyrirmynd menntunar    

 Bresk-bandaríski heimspekingurinn Oliver North Whitehead skilgreindi hugtakið sköpun sem lykilþátt í  heimsskilningi sínum, eins og hann kemur fram í bók hans Process and Reality sem kom út 1931. Hugtakið  hlaut í kjölfarið mikla athygli og dreifingu, sér í lagi á sviði uppeldis og menntunar. Það er gríðarlega mikið  notað í tengslum við menntaumræðu í samtímanum, án þess þó að skilgreining þess sé á nokkurn hátt  ígrunduð eða nákvæm. Vegna þessa er reyndin sú að hugtakið er á mörgum sviðum næsta merkingarlaust úr  samhengi. Rannsókn þessi er heimspekilegs eðlis og miðar að því að að tengja hugtakið sköpun á ný við það  hugsanakerfi sem það er sprottið úr og þróa í kjölfarið hugmyndir sem geta verið okkur til leiðbeiningar um  ákvörðunartöku í menntun í samtíma vorum. Niðurstöður felast í heimspekilegri framsetningu á hugtakinu sköpun í samanburði við almenna notkun þess í umræðu samtímans. Í kjölfarið er sá hugmyndagrunnur nýttur  til að móta tillögur að því hvernig þróun væri æskileg í menntun á næstu árum og áratugum.

Ása Helga Ragnarsdóttir

Meðhöfundur: Rannveig Þorkelsdóttir
Aðjúnkt, HÍ

Hagnýt leiklist

Kynntar verða niðurstöður úr rannsókninni skapandi nám í gegnum leiklist. Tilgangur rannsóknarinnar var að  athuga áhrif leiklistar á nám barna.
Helstu niðurstöður:
Beinn hagur nemenda er m.a. sá að leiklist eykur námsmöguleika þeirra út frá getu og hæfni, hjálpar nemendum að setja sig í spor annarra og getur stuðlað að jákvæðri samvinnu og góðum bekkjaranda.

Sigurjón Baldur Hafsteinsson
Lektor, HÍ        

Húmor í safnfræðslu          

Söfn á Íslandi eru öflugar menntastofnanir sem almenningur og skólar sækja mikið til á ári hverju. Á síðustu árum hefur aukin áhersla verið lögð á safnfræðslu meðal safna, þar sem búnar hafa verið til dagskrár sem koma til móts við námskrár flestra skólastiga. En á sama tíma og þessi breyting hefur átt sér stað, er vöntun á rannsóknum sem fjalla um það með hvaða aðferðum söfn eru að miðla fræðslu til gesta sinna. Í þessu erindi mun ég gera þessi atriði að umtalsefni og ræða sérstaklega menntunarlega aðferð Hins íslenska reðasafns. Sú aðferð sem notuð hefur verið frá upphafi safnsins byggir á persónulegri leiðsögn og húmor. Erindið byggir á eigindlegum rannsóknum höfundar á tengslum opinberrar menningarstefnu síðastliðinna tuttugu ára við safnastarf í landinu.

Stefán Jökulsson
Lektor, HÍ       

Læsi í stafrænu samskiptaumhverfi    
      
Í erindinu er fjallað um hugtakið miðlalæsi (media literacy) og tengsl þess við nám og kennslu. Í fyrstu tengdist miðlalæsi einkum fjölmiðlum – svo sem dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi –  og í því fólst að ungt fólk gæti greint og metið efni þeirra á gagnrýninn hátt. Nú varðar miðlalæsi einnig stafræna miðlun þar sem tölvur og net eru í aðalhlutverki. Slík miðlun, byggð á upplýsingatækni, er nú samofin lífi og starfi fólks á öllum sviðum þjóðfélagsins og hefur gjörbreytt samskiptaháttum og þeim aðferðum sem beita má við öflun upplýsinga og sköpun og miðlun þekkingar.
Greint er frá þeim áhrifum sem þessar breytingar hafa haft á skólastarf víða um heim og sagt frá efnisgerð þar sem nemendur nýta sér stafræna tækni: Þeir afla upplýsinga, vinna úr þeim og koma þeim á framfæri, og velja til þess hentuga miðla, líkt og fólk velur þau tól úr verkfæratöskunni sem duga best hverju sinni. Jafnframt eru nefnd dæmi um hvernig nemendur öðlast skilning á fólki eða fyrirbæri með því að búa til efni um það, t.d. vef eða stuttmynd, og hvernig unnt er að tengja slíka efnisgerð við mismunandi námsgreinar.