Líkams- og heilsurækt eldri aldurshópa

1.jpg

Sitthvað til að segja

Aftur kemur texti sem á að segja eitthva
Listar eru góð leið til að segja frá á netinu og oft betri en svona langlokutexti. Margir sem lesa fréttir og viðburði vilja gjarnan renna augunum yfir síðuna og ákveða þannig hvert þeir ætla að fara næst. Stundum er áhugavert að hafa tengil á lista.

Ferðir í ágúst og september

 


Um verkefniðViðfangsefni rannsóknarinnar var að kanna líkams- og heilsufar eldri aldurshópa, annars vegar á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar í Árborg, dreifbýliskjarna á landsbyggðinni.

Markmiðið var að finna út hvort sértækar 6 mánaða íhlutunaraðgerðir með áherslu á daglega hreyfingu, styrktarþjálfun tvisvar sinnum í viku og fróðleik um næringu og heilsu gætu haft jákvæð áhrif á heilsutengda þætti og lífsstíl eldri aldurshópa á Íslandi.

Helstu þættir sem rannsakaðir hafa verið eru:

 • Hreyfifærni með SPPB-hreyfifræniprófi ,,Short Physical Performance Battery test“
 • Hreyfifærni með hreyfijafnvægisprófi „8 foot up-and-go test“
 • Hreyfifærni með liðleikaprófi „Sit and reach“
 • Hreyfifræni með liðleikaprófi „Liðleiki axlaliða“
 • Styrkur í neðri útlimum, fótstyrkur, með „maximal isometric knee extension strength test (KES)“.
 • Styrkur í efri útlimum, handstrykur með „maximal isometric hand grip strength test (HGS)“.
 • Gönguvegalengd með 6 mínútna gönguprófi, „six min walking test“
 • Dagleg hreyfing með hröðunarmælum „actigraph accelerometers“
 • Dagleg hreyfing skráð í dagbók og á spurningalista
 • Hjartsláttur
  • Hjartsláttur í hvíld (hvíldarpúls),
  • Hjartsláttur við hreyfingu í lok 6 mínútna göngu (álagspúls)
  • Hjartsláttur eftir eina mínútu að lokinni 6 mínútna göngu (endurheimtarpúls)
 • Líkamsfar
  • Hæð
  • Þyngd
  • Líkamsþyndarstuðull (BMI)
  • Mittis- og mjaðmamálshlutfall (WHR)
  • Líkamsfitumassi með DXA-myndgreini
  • Vöðva- og sinamassi með DXA-myndgreini
  • Beinmassi með DXA-myndgreini
 • Blóðmælingar
  • Cholestrol (mmol/ltr)
  • HDL-Cholesterol (mmol/ltr)
  • LDL-Cholesterol (mmol/ltr)
  • TG-Triglyceride (mmol/ltr)
  • Glucose (mmol/ltr)
  • Creatine (µmol/l)
  • Immune Cells
 • Efnaskiptavilla - Metabolic Syndrome (NCEP ATP III (2002). Áhættuþættir efnaskipta villu eru:
  • Mittismál (Abdominal (waist) circumference)
   • Karlar: Meira en > 102,0 cm
   • Konur: Meira en > 88,0 cm
  • Hár blóðþrýstingur (High blood pressure, SBP/DB (hypertension)
   • Jafnt eða hærri en > 130 / > 85 mmHg
  • Þrígleseríð (Elevated triglycerides (a type of fat in the bloodstream)
   • Jafnt eða meira en > 150 mg/dl ( > 1,69 mmol/ltr)
  • HDL-C (HDL-kolesterol) (Low levels of high-density lipoprotein, also known as HDL or "good cholesterol")
   • < 1,04 mmol/ltr (karlar) < 40 mg/dl
   • < 1,30 mmol/ltr (konur) < 50 mg/dl
  • Blóðsykurshækkun (Hyperglycemia (fasting blood sugar (fasting plasma glucose) more than 
   • > 6,1 mmol/l (> 110 mg/dl
 • Næring
  • Spurningalistakönnun um daglega næringu í þrjá daga (þriggja daga skráning, 2 virkir dagar og 1 helgardagur)
  • Spurningalistakönnun um þekkingu á næringu
 • Heilsutengd lífsgæði
  • HL-prófið (Icelandic quality of life test)

Markmið rannsóknar var jafnframt að skoða áhrif þjálfunar- og íhlutunartímabils á árangur til legnri tími

 • Hver var líkamleg virkni (þolþjálfun, dagleg hreyfing, styrktarþjálfun) áður en þjálfunartímabil hófst.
 • Hver var líkamleg virkni (þolþjálfun, dagleg hreyfing, styrktarþjálfun) eftir 6 mánaða þjálfun.
 • Hver var líkamleg virkni (þolþjálfun, dagleg hreyfing, styrktarþjálfun) 6 mánuðum eftir að þjálfunartímabili lauk.
 • Hver var líkamleg virkni (þolþjálfun, styrktarþjálfun) 12 mánuðum eftir að þjálfunartímabili lauk

Rannsóknin var gerð á um 180 eldri einstaklingum af höfuðborgarsvæðinu annars vegar og hins vegar úr sveitarfélaginu Árborg á suðurlandi. Helmingur hópsins af höfuðborgarsvæðinu var viðmiðunarhópur í 6 mánuði en tók síðan þátt sem þjálfunarhópur í rannsókninni í sex mánuði.

Rannsóknin var framkvæmd á árunum 2008-2009.

Íhlutun var í formi þjálfunar og fræðslu sem fólst í því að auka daglega hreyfingu, bæta líkamshreysti og stuðla að breyttu mataræði og bættum lífsstíl hjá þátttakendum

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því hvort sértækar lífsstíls- og þjálfunaraðgerðir á meðal almennings, ekki síst eldri aldurshópa, geti stuðlað að hollari lífsháttum, bætt heilsu og vellíðan, og þar með minnkað heilsufarsvandamál á næstu árum og áratugum.   

Rannsakendur eru: Janus Guðlaugsson, Elísabet Kristjánsdóttir, Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir, Sandra Jónasdóttir, Sigðurður Örn Gunnarsson, Steinunnn Leifsdóttir og Erlingur Jóhannsson. Elísabet, Guðrún, Sandra, Steinunn og Sigurður hafa öll lokið MS-gráðu.

Aðrir rannsakendur sem unnið hafa að úrvinnslu ganga á seinni stigum rannsóknar, meðal annars í eftirfylgnimælingum eru: Steinunn Arnas Ólafsdóttir, og Anna Hlín Jónsdóttir, Vaka Rögnvaldsóttir og Ragnheiður Guðmundsdóttir.

Í doktorsnefnd Janusar Guðlaugssonar eiga sæti eftirfarandi aðilar: PhD-committee: Dr. Erlingur Jóhannsson, Dr. Sigurbjörn Árni Arngrimsson, Dr. Vilmundur Gudnason prófessor og forstöðumaður Hjartaverndar  og Pálmi V. Jónsson, MD lyf- og öldrunarlæknir.