Lífsstíll 7-9 ára barna

6.jpg

Markmið rannsóknarinnar / Ráðleggingar Lýðheilsustöðvar


  • Grænmeti og ávextir 5 sinnum á dag! Ráðlagt er að borða 5 skammta eða minnst 500 g af grænmeti og ávöxtum á dag, þar af a.m.k. 200 g af grænmeti og a.m.k. 200 g af ávöxtum. Börn yngri en 10 ára þurfa þó heldur minni skammta.
  • Að börn borði fisk að minnsta kosti tvisvar í viku og helst oftar.
  • Að börn taki lýsi eða annan D-vítamíngjafa reglulega yfir vetrarmánuðina. Ein teskeið (5 ml) af þorskalýsi veitir ráðlagðan dagskammt af D-vítamíni fyrir börn.
  • Að auka neyslu heilkorna kornvara, þ.e. grófs brauðs og annars grófs kornmatar (t.d. hafragrauts).
  • Að börn læri til langs tíma að nota vatn í stað sætra svaladrykkja.
  • Að halda hæfilegri mjólkurneyslu, tvö glös af mjólk á dag eða samsvarandi af öðrum mjólkurmat, eða sem samsvarar hálfum lítra á dag. Best er að velja hreinar/ósykraðar  mjólkurvörur. Ostur getur komið í stað mjólkurvara sem kalkgjafi að hluta til, 25 g af osti jafngilda einu glasi af mjólk.