Lífsstíll 7-9 ára barna

2.jpg

Lífsstílssögur nemenda1. mars 2008
Frá Seljaskóla

Lífstíll  eftir Berglindi Rut

Það er gott að hreyfa sig í 60 mínútur á dag. Hlaupa, ganga eða stunda einhverjar íþróttir. Borða hollan og góðan mat. Ávextir og grænmeti á hverjum degi. Það er hollt og gott að borða mikinn fisk.

 

Jarðaber og banani eftir Söndru Björk

Einu sinni voru ávextir sem hétu Sigríður jarðaber og Gunni banani sem voru bestu vinir. Þau voru alltaf í feluleiki og bregða hinum ávöxtunum en þau fóru oft saman í líkamsræktina. Ávextir eru það besta sem íslendingar borða svo þeir fái ekki holur í tennurnar sínar.

 

Regnbogans litir eftir Karitas

Ávextir og grænmeti eru í öllum regnbogans litum og eru holl og góð fæða sem við þurfum að borða daglega.

 

Æfing og hollur matur  eftir Yngva Leó

Maður þarf að æfa sig á hverjum degi til þess að verða góður í æfingum og hlaupa hratt. Borða reglulega og hollan og góðan mat. Ef við borðum bara óhollan mat þá detta tennurnar úr manni og maður þarf að fá gervitennur og maður verður slappur.

 

Myglaða eplið  eftir Kristján Frosta

Einu sinni var epli sem hét Epli. Það bjó í Asparlundi 15 í ísskáp. Einn daginn vaknaði það og varð sárt. Það var orðið M Y G L A Ð.

 

Eplin þrjú  eftir Brynhildi Írisi

Það voru einu sinni þrjú epli sem voru oft í ræktinni og þeim fannst mjög gaman í þessari rækt. Þau borðuðu aldrei pissu og drukku aldrei kókakóla. Þau borðuðu bara ávexti og grænmeti.

 

Hollt og gott eftir Ísold Gunni

Ég er í lífsstílshópnum í Seljaskóla. Þar erum við bara að gera eitthvað hollt eða borða hollt eins og grænmeti og ávexti, fisk og kjöt. Og svo förum við líka í kraftgöngu sem við hlaupum og göngum rösklega og svo förum við líka í Hreysti og gerum æfingar og hreyfum okkur.

 

Sagan um hollustu eftir Þórð

Í skólanum förum við mikið í gönguferðir, skoðum og njótum í leiðinni. Við förum líka oft í íþróttahúsið og förum í marga leiki. Hreyfing lætur mann líða vel. Kennarinn biður okkur alltaf að koma með hollt og gott nesti. Það er búið að vera verkefni um hreyfingu og hollan mat. Það er búið að vera mjög gaman.

 

Hreysti eftir Sigurð Hákon

Ég var í Hreysti. Þar var ég í fótbolta og síðan fór ég í skotbolta. Og svo fór ég að sveifla mér í köðlum.

 

Hollustu stelpan eftir Birtu

Einu sinni var heill bekkur sem borðaði bara nammi. Einn dag kom Anna í bekkinn. Hún borðaði bara hollan mat. Eftir sex daga var hún orðin þreytt á letinni. Svo hún kenndi öllum að borða hollan mat og hreyfa sig. Katrín kennari var ánægð með Önnu. Eftir sjö daga var bekkurinn bestur. Endir

 

Hreysti er gaman eftir Sverri

Við fórum í Hreysti að stökkva á dýnu og það var rosa gaman. Svo fórum við í kollhnís og svo heljarstökk. VVVVeeeeeiiiiii rosa gaman einmitt. Endir

 

Heilsan eftir Sölmu Björk

Maður verður sterkur á því að borða hollan og góðan mat. T.d. ávexti, grænmeti og fisk. Það er gott fyrir heilsuna að hreyfa sig daglega. Ég reyni að borða alltaf hollan mat. Á sumrin hjóla ég og á veturna fer ég á skíði. Þannig held ég mér hraustri.

 
21. febrúar 2008
Hreystisögur frá Seljaskóla

Frásögn eftir Daníel Orra í 3. ET.

Ef maður ætlar að vera hraustur þá þarf maður að borða mikið af grænmeti og ávöxtum og fara snemma að sofa. Síðan þurfum við að hreyfa okkur á hverjum degi og reykingar eru ekki góðar fyrir okkur.

 

Frásögn eftir Bjarka Fjalar í 3. ET.

Hollt og gott
Ég er búinn að læra um hollan mat og hreyfingu í skólanum. Ég veit að ef ég er duglegur að hreyfa mig og borða hollt þá verð ég hraustur og líður vel. Ég er svo heppinn að mér finnst hollur matur góður og gaman að hreyfa mig.

 

Frásögn eftir Rakel Huldu í 3. ET.

Vatn
Vatn er gott og hollt. Vatn kemur úr krana og húðin verður falleg og maður líður svo vel ef maður drekkur vatn.

 

Frásögn eftir Viktor Snær í 3. ET.

Hreysti
Mér finnst gaman að hreyfa mig. Ég æfi fótbolta þrisvar í viku. Og ég geri teygjur og stundum í skólanum í hreysti geri ég armbeygjur. Og í leikfimi geri ég kollhnís og magaæfingar. Ég get gert heljarstökk. Ég er svakalega góður í fótbolta. Ég get gert hjólhestaspyrnu og bakfallspyrnu og skærin. Og ég fer líka mjög oft í sund með pabba mínum og vinum mínum. Ég fer í rennibrautina og syndi. Ég fer út að leika mér með vinum mínum.

 

Frásögn eftir Birnu í 3. ET.

Hollt og gott
Systkinin Bjössi og Dísa voru miklir nammi grísir. Þau höfðu engan sérstakan nammi dag heldur fengu sér bara nammi eins og þeim sýndist. Þau gerðu lítið annað allan daginn en að liggja upp í sófa og horfa á sjónvarp og borða snakk og nammi. Þau voru svo löt og þung á sér að foreldrar þeirra þurftu að keyra þau í skólann á hverjum degi. En þegar skólinn var með fræðslu um hollan mat og hreyfingu sáu þau að kannski var eitthvað til í þessu og þau ákváðu að prófa. Innan skamms hættu þau að borða nammi og drekka gos og fundu að þeim leið miklu betur, höfðu meiri orku og gengu eða hjóluðu alla daga í skólann, og vildu frekar vera úti að leika sér en að hanga inni og horfa á sjónvarp.

 

Hreyfingin mín

Á laugardögum fer ég í ræktina með mömmu og pabba. Ég fer þar sem krakkarnir eru og þegar ég er komin þangað þá fæ ég blað og geri það sem stendur á blaðinu.Ég geri kviðæfingar og hleyp á hlaupabretti og teygji svo á dýnu. Þegar ég er búin þá ná mamma pabbi í mig og förum við mamma í sturtu og förum svo heim.Stundum teygi ég betur á þegar ég kem heim og þá er ég frísk

Helena 3.HÁ Seljaskóla

 

 

Lífsstíll

Það er gott að hreyfa sig því að það styrkir beinin og að borða hollan mat ekki borða óhollan mat og það er gott að vera í íþróttum eins og fimleika fótbolti og ræktinni og skemmta sér.

Hekla Lind 3. HÁ Seljaskóla

 

Í hreystigöngu hefur Elín einu sinni tekið tíman hjá grænum.(hér er sýnt sæti, nafn og tími)
1 sæti Sveinn Andri 2,40 2 sæti Magni Mar 2,41 3.sæti Helena 2,42.

Magni Mar 3.HÁ Seljaskóla

 

Lífstíll

Maður á tildæmis að hreyfa sig og borða hollan mat.t.d grænmeti, ávexti, kjöt og fisk. Það er gott að fara í sund út að hlaupa og annað skemmtilegt.

Guðni Freyr 3.HÁ Seljaskóla

 

Hollt mataræði

Það sem maður borðar ekki og er óholt: nammi, skindifæði eins og pizzu, pulsu og mart fleira. Það sem maður borðar grænmeti og ávexti eins og melonu appelsínu og epli og fleira.

Arna Kristín 3 HÁ Seljaskóla.

 

Banani

Einu sinni var banani sem hét banani. Hann var alltaf í íþróttum og drakk alltaf vatn og borðaði alltaf banana og honum fannst mjög gaman í íþróttum.
Banani vara að fara að keppa í frjálsum og var í fyrsta sæti og epli í öðru sæti en melóna í þriðja sæti. Endir.

Agnes Lóa 3.HÁ Seljaskóla

 

Hollur matur og hreyfing

Ég borða ceerios í morgunmat fisk í hádegismat og kjöt í kvöldmat og ávexti og grænmeti og fer á æfingu og út að leika mér.

Eyþór Ari 3. HÁ Seljaskóla

 

Hollt fæði er æði

Ég fæ mér oft ávaxtasalat í eftirrétt. Oft fæ ég mér Ceerios og hafragraut í morgunmat og í kvöldmat fæ ég oft fisk. Og oft ávexti. Ég æfi handbolta.

Bergþór 3. HÁ Seljaskóla

 

Bananar eru góðir með kryddi. Epli eru mjög góð með tómatsósu og perur eru mjög góðar með sinnepi. Kíví eru góð með sykri og grænmeti er hollt með osti og smjöri. Það er gott að hlaupa með súkkulaði í vasanum og rjómatertu í töskunni.

Hilmar Freyr 3.HÁ Seljaskóla

 

 
21. febrúar 2008
3. ÁM í Langholtsskóla

 

Okkur finnst gaman að vera í löggu og bófa niðri í  Laugardalnum með Emil íþróttakennara alltaf á fimmtudögum stundum förum í aðra leiki sem okkur finnst skemmtilegir til dæmis breskurbolabítur einn tveir og þrír. Emil er mjög góður íþróttakennari hann er oft góður við okkur og lætur okkur mjög oft hlaupa mikið og þegar við komum úr hreyfistundinni líður okkur mjög vel.

 

Eftir Berglindi, Mögdu Maríu og Thelmu í 3. ÁM.