Atgervi ungra Íslendinga

4.jpg

Þátttakendur



Rannsóknarverkefnið er umfangsmikið bæði vegna fjölda mælinga og einnig að það er framkvæmt á landsvísu en 65% af úrtaki rannsóknarinnar er af höfuðborgarsvæðinu og 35% frá Akureyri, Egilsstöðum og Húsavík. Þegar rannsóknin var framkvæmd árið 2003/2004 voru þáttakendur í heildina um 930 en 465 af voru rannsakaðir með tilliti til flestra þátta og það eru einmitt þessir einstaklingar sem er mikilvægt að ná til. 

Í rannsókninni Lífsstíll 9 og 15 ára Íslendinga árið 2003/2004 var mjög góð þátttaka og niðurstöður þess verkefnis hafa leitt til umtalsverðrar þekkingarsköpunar á sviði heilsu og forvarna á Íslandi. Því er mjög mikilvægt að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í framhaldsrannsókninni Atgervi ungra Íslendinga.

Vísindasiðanefnd, Persónuvernd og Geislavarnir ríkisins hafa samþykkt framkvæmd rannsóknarinnar.