Atgervi ungra Íslendinga

11.jpg

Atgervi ungra Íslendinga



Undanfarin ár hafa verið framkvæmdar rannsóknir við Háskóla Íslands á heilsufari, hreyfingu, og líkamlegu atgervi barna og unglinga í tengslum við svonefnda lífsstílssjúkdóma. Ein stærsta rannsóknin af þeim toga var framkvæmd á skólaárinu 2003-2004 en sú rannsókn bar heitið Lífsstíll 9 og 15 ára Íslendinga. Markmið þeirrar rannsóknar var að kanna heilsutengda þætti eins og holdafar, hreyfingu, þrek, andlega líðan, félagslega þætti og fleira hjá einstaklingum fæddum árið 1988 og 1994. Í rannsókninni Atgervi ungra Íslendinga verður leitað til þessara sömu einstaklinga sem í dag eru á 17. og 23. aldursári og heilsufar tengt ofangreindum þáttum kannað aftur.

Allir þátttakendur sem skiluðu hreyfimæli fengu inneignarkort frá Landsbankanum  uppá 4000 kr. Í lokin voru síðan dregin út verðlaun þar sem þátttakendur voru í pottinum. Í verðlaun voru 10 töskur og 5 skópör frá Icepharma (NIKE). Búið er að hafa samband við alla vinningshafa og hafa vinningarnir verið sendir til þeirra í pósti.